miðvikudagur, janúar 26, 2005

Á lífi

Já stelpur mínar...síðan er sko á lífi þessa dagana:o) Rosalega er ég ánægð með þetta.
Horfðuð þið á leikinn í gær...úfff þetta var sárt. Hvað eru þau á RÚV eiginlega að pæla að endursýna þennan leik!!! Var reyndar búin að láta alla vita að þeir myndu klúðra þessu og tapa....og hver hafði rétt fyrir sér!!! Fékk þónokkur högg á mig þegar ég var að lýsa leiknum fyrir heimamönnum í Jakaseli en ég stóð samt við mitt....ÞEIR SÖKKA FEITT. Sá þó einn sætan leikmann hjá Slóvökum en þar sem hann var farinn að skora svo oft þá var mér bara farið að finnast hann LJÓTUR...já hann varð bara ljótari og ljótari eftir hvert mark. Spurning hvort ég horfi á leikinn í kvöld...veit alveg hvernig hann endar :oS Ég man bara í þá gömlu góðu daga þegar þeir lentu í 4. sæti á heimsmeistaramótinu. Já þeir voru góðir ÞÁ...
Jæja skítt með boltann...á ekki að horfa á Batchelorette í kvöld!! Ég ætla pottþétt að horfa á hann í kvöld þó svo að ég viti hver hreppir hnossið:o) Spurning um að rölta út í Krónu og kaupa Pepsi Max á 99 kr og steikja svo hamborgara handa okkur Heiðu Björgu í kvöld...hafa svona kósý, Heiðu Björgu finnst það æði...myndi vilja hafa kósý á hverju kvöldi. Er nokkuð annað að gerast í kvöld???
Fer svo á minn fyrsta foreldrafund í fyrramálið...þá fær maður að vita hvernig daman er að standa sig í skólanum og fáum að vita úr einhverjum könnunum og læti sem var verið að prófa á þeim í vetur. Hlakka til að sjá útkomuna úr því.
Jæja ætla ekkert að vera að tefja ykkur neitt lengur...
Sjáumst skvísos