mánudagur, janúar 03, 2005

Gleðilegt ár!

Hæ hó jibbý jey.. það eru komin mánaðarmót.... Kjörbók kjörbók.

Nóg um svona leiðinlega vitleysu og í aðra mun skemmtilegri. Á föstudaginn verður dinnerklöbb a la Ruben (og Ólöf en ég virðist bara fá engu ráðið lengur) sem um leið verður einhvers konar innflutnings-kveðjupartý. Ásta er jú að hverfa enn og aftur af landi brott á sunnudaginn og því verða allir að mæta með pakka til mín (olof) og knús fyrir Ástu. Þetta verður djamm í boði ykkar allra þannig að um að gera að mæta með breezerinn eða bjórinn eða eitthvað annað.
OG ÞAÐ ÞÝÐIR EKKI AÐ SOFNA! (þessu beini ég til allra, m.a. sjálfrar mín)
Heyrumst.
kv. ólöf