Jude Law og Julia Roberts voru að kyssast fyrir framan mig. Svindl.
Jæja, mig langaði að bera fram pínulitla kvörtun. Í gærkveldi fór ég á þorrablót með fólki sem er að meðaltali 10-15 árum eldri en við (ég var yngst, sú næsta var 31, svo 34 osfrv, sá elsti örugglega yfir sjötugt). Partýið var eitt það fjörugasta sem ég hef farið í í langan tíma. Enginn var hræddur við að skella í sig áfenginu og tjútta á dansgólfinu (stofugólfinu). Svo var farið út að reykja (ég reyndar sleppti því) því flestir voru djammreykjarar. Ég spyr því bara 'hvað er að verða um okkur sem djammgrúppu?´ Sá sjötugi (Bárður húsvörður) dansaði eins og við á okkar bestu djömmum fyrir nokkrum árum!!
- Erum við orðnar of vanar því að umgangast hvora aðra?
- Nennum við ekki að drekka lengur saman?
- Þekkjumst við svo vel að áfengi er óþarft?
- Erum við orðnar of passívar?
- Erum við að þykjast að vera of gamlar?
- Erum við orðnar leiðinlegar?
Ég trúi ekki öðru en að við höfum ennþá stuðið í okkur og vona að morðkvöldið muni enda sem alvöru stuðkvöld en ekki sem ljúfur saumaklúbbur.
Viva la stuð.
|