Jæja þá. Var að kíkja á stöðuna á kjörbókinni og vil ég enn og aftur minna ykkur á að borga inn á hana. Staðan á bókinni er 81000 og er það að miklu leyti Sigurveigu að þakka eftir veglega innborgun í dag. Til hamingju með það að vera búin :) Þar sem við Ruben viljum ekki vera minni manneskjur en þú, Sigurveig, ákváðum við að klára okkar skammt líka og staðan á bókinni var að breytast í 129.000 !! :) :) :)
Hvernig líst ykkur á að við myndum hittast fljótlega og fara að kíkja á þann kostnað sem við búumst við að fylgi ferðinni??? Þið eruð velkomin hingað til okkar á laugardaginn ef þið hafið tíma. Varðandi það að kaupa dollara fyrir peninginn þá held ég að við ættum aðeins að bíða því dollarinn er enn að lækka, believe it or not! Hann er kominn niður í 64 kr! Þetta lítur því vel út.
Endilega kommentið eins og þið eigið lífið að leysa.
kv. ólöf birna
fimmtudagur, desember 02, 2004
Hæbbs
Birt af Ólöf kl. 8:23 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|