sunnudagur, desember 05, 2004

Hæ hó

Hittumst nokkur í gær til að ræða skipulag Boston ferðarinnar. Nenni ekki að setja inn hvað gerðist (sorrí). Fundum einhvern bíl sem er tilvalinn og einnig kom fram hugmynd um kostnað sem mun verða eitthvað í kringum hundraðþús með flugi, bíl og hótelkostnaði. Þetta lítur því allt saman mjög vel út. Mig langar þó til að mæla með því að við einföldum ferðina aðeins hvort sem sú hugmynd verður felld eður ei. Einnig væri mjög gott að vita hvort einhverjir séu búnir að ákveða 100% að þeir ætli ekki með!! Þá á ég ekki við þau sem eru ekki viss hvort þau komist. Við ætlum auðvitað öll að fara saman en ef einhver hafa komist að þeirra niðurstöðu að þau ætli ekki að koma með þá væri mjög gott að vita það.
Minni en á kjörbókina.
kv. ólöf