þriðjudagur, desember 07, 2004

hugleiðingar í desember

Jæja stúlkur

Ég er búin að vera að velta því mikið fyrir mér undanfarna daga hversu mikið mál er að vera í vinnu alla daga versus það að vera í skólanum. Þegar maður var í skólanum gat maður sleppt því að þrífa í mánuð því að þegar prófin voru búin þá hafði maður lausan tíma og gat þess vegna dúllað sér við þetta allan daginn

Einnig var voða gott að standa upp frá bókunum af og til og setja í vél. Þar af leiðandi voru alltaf til hrein föt.

Maður gat stungið af í hádeginu og farið í bankann og farið klukkutíma fyrr heim ef maður vildi. Ef maður var svaka latur gat maður skrópað í skólann í 2-3 daga og mætt svo aftur til í tuskið.

Núna er maður á fullu í átta tíma í vinnunni og getur engum prívat erindum sinnt á þeim tíma. Klukkan fjögur er svo mikil traffík að það tekur óratíma að komast í það að sinna þeim erindum sem maður þarf að sinna. Klukkan sex þegar heim er komið þarf svo að sinna þessum þó fáum heimilisstörfum sem fylgja því þegar maður er einn í heimili. Svo borða og fyrr en varir er ekki nema 3 - 4 klst eftir af deginum. Þá er eftir að heimsækja fjölskydumeðlimi, sinna vinum , reyna að eiga áhugamál, lesa eitthvað annað en skólabækur, fara í ræktina og slappa af.

Þar eð ég er búin að vera í skóla í 20 ár samfellt þá er þetta algjörlega ómögulegt fyrir mig að finna útúr því hvernig ég á að getað sinnt 160% vinnu og öllu hinu líka. Þar eð margar ykkar hafa meiri reynslu af þessu en ég og eruð meira að segja með börn!!!!!!! þá langar mig að biðja um praktísk ráð til að komast hjá því að ég vakni upp marga morgna í röð og öll fötin mín eru skítug, heimilið drulluskítugt og ég veit ekki hvað er í fréttum síðastliðnar 2 vikur.

Kveðja Dögg