Jæja, þarf bara að þvo á mér hárið, borða og keyra svo upp í Smáralind til að klára jólagjafainnkaupin. Reyndar er ég í dálitlum vandræðum því ég veit ekki alveg hvað ég á eftir að kaupa margar gjafir... er ekki viss hvernig pakkamálin standa á milli ákveðinna einstaklinga. Ætli að ég verði ekki að komast að því allaveganna fyrir aðfangadag.
Settum upp jólatréð í fyrrakvöld þar sem við vildum ekki skilja það eftir fyrir utan ef einhverjum fingralöngum einstaklingum dytti í hug að redda sér ódýru jólatréi. Við erum samt ekki búin að skreyta það og þó svo ég væri búin að því þá myndi hvort sem er enginn taka eftir því þar sem þetta tré er aðeins stærra en ég hélt það væri þegar að við skoðuðum það í Blómaval... Sjitt, nú verð ég bara að fara að kaupa jóltrésskraut og 200 pera ljósaseríu!
Hvernig gengur annars hjá ykkur? Er allt tilbúið fyrir jól??
Kv. ólöf
þriðjudagur, desember 21, 2004
Þetta er allt að koma...
Birt af Ólöf kl. 1:13 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|