Hola
Vid Grimur erum nu stodd a la rambla sem er adal gongu og verslunargatan i Barcelona. Vid komum i gaerkvoldi og vorum sott a flugvollinn af skipuleggjanda radstefnunnar. Vid leigjum litla ibud i midbaenum og erum i hjarta borgarinnar. Thad fyrsta sem vid gerdum i gaer var ad fara a tapas bar og fa okkur saltfisk. Frekari frettir sidar....
Kv Dogg og Grimur
mánudagur, nóvember 28, 2005
Kvedjur frá Barcelona
Birt af Ólöf kl. 3:50 e.h. |
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Jólahlaðborð
Hæ allir
Ég hafði samband við þá á Argentínu og við getum fengið borð fyrir 9 miðvikudaginn 14 desember kl 19. Fyrir þann tíma var erfitt að fá borð á svona góðum tíma. Henntar þetta vel? Vinsamlegast svarið fljótt því ég þarf að láta vita, helst í dag.
Kv Dögg
Birt af Ólöf kl. 3:26 e.h. |
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
,,Ég skal mála allan heiminn elsku mamma"
Hvaða hvaða brjálað að gera í blogginu núna, bara tvær færslur á einu kvöldi. Þess vegna megið þið ekki gleyma að lesa færsluna hennar Daggar hérna fyrir neðan :) En mig langaði að spyrja ykkur einnar spurningar;
Hver vill mála ???
Ef einhverjir eru til í að fá sér bíltúr á þann fallega stað Selfoss næsta sunnudag og er til í að taka sér pensil í hönd og mála svosem eins og einn til tvo veggi eru þeir velkomnir að Tjaldhólum 5 næsta sunnudag. Við vorum að spá í að það gæti verið bara gaman að hafa smá málningarpartý fyrir þá sem nenna og treysta sér til. Það er engin skyldumæting og við lítum ekki heldur á það sem leti ef einhver kemur ekki.
Við Rúnar vorum þarna í dag að byrja að grunna og gekk bara mjög vel, en þetta tekur allt sinn tíma þannig að því fleiri hendur því betur gengur þetta náttúrulega. Þetta er orðið alveg ótrúlega flott ég verð nú bara að segja það og ég er svo spennt að byrja að setja dótið mitt þarna inn. Ég fór líka að hitta nýja vinnuveitanda minn í dag. Mér leist bara vel á og ég var kynnt þarna fyrir hinu starfsfólkinu sem nýji deildarstjórinn, það var svoldið skrítin tilfinning en það má örugglega venjast því. Svo segi ég þetta við ykkur allar sem eruð deildarstjórar eða yfir einhverju, æii ég er bara ekki vön þessu, hef alltaf verið óbreyttur leikskólakennari og er gaman því að fá titil.
Þar sem við erum eitthvað óvenju busy þessa vikuna, erum að fara í fimmtugsafmæli á fimmtudagskvöldið, ég jólagleði á föstudag og við í barnaafmæli alla leið í Borgarnes á laugardaginn, ákváðum við að stefna þá bara á að mála á sunnudaginn.
Þið sjáið bara til þeir sem hafa áhuga, en það væri ágætt að fá samt kannski einhverja hugmynd um hvort við þurfum að hafa tíu pensla til taks eða bara tvo.
Við heyrumst bara
kveðja Bryndís
Birt af Ólöf kl. 12:26 f.h. |
mánudagur, nóvember 21, 2005
Jólahlaðborð
Hæ
Hér er matseðill frá Argentínu og verðlisti.
Meðal rétta á glæsilegu hlaðborði okkar eru eftirfarandi réttir:
Kaldir & heitir réttir:
Kalkúnaskinka með villisveppum
Graflax
Reykt laxaterrine
Kalkúna galantine
Reyktar kalkúnabringur
Kryddgrafinn nautavöðvi
Kalkúnalifrarpaté
Drottningarskinka
Roast beef
Hreindýrabollur
Kalkúnasalat
Innbakað villigæsapaté
Kryddleginn skelfiskur
Heilsteiktur kalkúnn og kalkúnabringur
Grillað oriental kryddlegið lamb
Kalkúnapottur í Bigarde sósu
Kalkúnafylling
Sætar kartöflur
Rauðvínssósa
Madeira villisveppasósa
Eftirréttir:
Risa súkkulaðiterta
Créme Caramel
Ávaxtasalat
Fylltir súkkulaðibollar
Brownies með ljósri súkkulaðimús
Vanilluís
Eplakaka
Blönduð berjaterta
Jarðarberjasósa, karamellusósa
Verð fimmtudaga til laugardaga kr. 5.700,-
Verð sunnudaga til miðvikudaga kr. 4.900.-
Hvað segið þið um þetta. Ég hef heyrt frá nokkrum í vinnunni sem hafa farið undanfarin ár og voru mjöööööög ánægðir.
Kv Dögg
Birt af Ólöf kl. 10:13 e.h. |
fimmtudagur, nóvember 17, 2005
a-tjú-ú-hú
Sælar.
Leiðist. Blogga því. Var að velta því fyrir mér hvort enn stæði til að föndra á sunnudaginn? Kannski ég kaupi mér einhverja jólakortaföndurslímmiða ef við hittumst. Hvað er annars að frétta af ykkur? Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni hjá mér, Legokeppnin um síðustu helgi með tilheyrandi undirbúningi (við unnum engin verðlaun :( og svo foreldraviðtöl eftir kennslu þessa vikuna. Næsta vika mun síðan verða undirlögð af prófagerð og leslistum ásamt upprifjun fyrir krakkagreyin og svo hefjast jólaprófin þarnæstu viku. Sjitt.
En annars, verður föndur på söndag? Hver verður með næsta matarklúbb? Er það jólaklúbburinn? Langar ykkur ekki á Fridays eða Ruby tuesdays eitthvert kvöldið..... Mig langaði allt í einu svo út að borða á svona ekki of dýran stað! Og þá er ég að tala um fyrir utan matarklúbb ;)
Endilega látið heyra í ykkur, þú líka, Ásta.
Kv. Ólöf
Birt af Ólöf kl. 5:52 e.h. |
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Föndur !!!
Hæ allar
Hvað segið þið nú gott? Eru ekki allar bara að komast í jólaskap. Það er allavega að færast meir og meir yfir mig. Sérstaklega líka held ég að því ég er að fara á tónleika í kvöld, mér finnst alltaf tilheyra jólunum að fara á tónleika, jafnvel þó það séu ekki eiginlegir jólatónleikar. Þessir tónleikar verða í Grafarvogskirkju og hinir ýmsu söngvarar verða og eru þeir haldnir til styrktar barna og unglingageðdeild. Gott málefni líka.
Já en allavega, var ekki stefnan á að föndra á föstudagskvöldið? Ég var að spá í hvort það væri verra ef við myndum hittast heima hjá mér og föndra, Rúnar þarf nefnilega að fara að hjálpa Fjalari í húsinu þeirra. Væri þér sama Dögg að það yrði bara næst hjá þér? Ef þetta kemur sér illa þá er mér alveg sama, þá mæti ég bara næst. Látið endilega í ykkur heyra.
Kveðja Bryndís
Birt af Ólöf kl. 10:34 f.h. |
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Hæ hó
Jæja já. Hvað segist svo? Er ekki allt gott að frétta af ykkur? Af mér er allt fínt að segja. Kom heim í gær frá Boston og ég viðurkenni fúslega að ég hefði alveg verið til í að vera þar bara áfram. Veðrið var gott daginn sem ég fór (sól og 15 stiga hiti), ég verslaði fullt af föndri og kíkti einnig við í H&M sem var vægast sagt troðfull af flottum buxum, peysum, pilsum, bolum, jökkum, treflum og húfum. Ég endaði með 3 jakkapeysur og 3 boli og ég hefði getað verslað svo miiiiiklu meira þar. Vetrarvörur eru alltaf flottar, ooohhh bara ef maður væri ríkur.
Það er auðvitað allt gott að frétta af Ruben, hann hamast í skólanum og gengur bara mjög vel.
Svo að lokum: hvernig gengur hjá þér Ásta?
Við sjáumst á föstudaginn í langþráðum matarklúbbi (loksins loksins) og svo er bara að mæta í góðu skapi og vera búin að redda pössun fyrir kvöldið :)
Kv. Ólöf
Birt af Ólöf kl. 6:08 e.h. |