Jæja já. Hvað segist svo? Er ekki allt gott að frétta af ykkur? Af mér er allt fínt að segja. Kom heim í gær frá Boston og ég viðurkenni fúslega að ég hefði alveg verið til í að vera þar bara áfram. Veðrið var gott daginn sem ég fór (sól og 15 stiga hiti), ég verslaði fullt af föndri og kíkti einnig við í H&M sem var vægast sagt troðfull af flottum buxum, peysum, pilsum, bolum, jökkum, treflum og húfum. Ég endaði með 3 jakkapeysur og 3 boli og ég hefði getað verslað svo miiiiiklu meira þar. Vetrarvörur eru alltaf flottar, ooohhh bara ef maður væri ríkur.
Það er auðvitað allt gott að frétta af Ruben, hann hamast í skólanum og gengur bara mjög vel.
Svo að lokum: hvernig gengur hjá þér Ásta?
Við sjáumst á föstudaginn í langþráðum matarklúbbi (loksins loksins) og svo er bara að mæta í góðu skapi og vera búin að redda pössun fyrir kvöldið :)
Kv. Ólöf
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Hæ hó
Birt af Ólöf kl. 6:08 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|