fimmtudagur, nóvember 17, 2005

a-tjú-ú-hú

Sælar.
Leiðist. Blogga því. Var að velta því fyrir mér hvort enn stæði til að föndra á sunnudaginn? Kannski ég kaupi mér einhverja jólakortaföndurslímmiða ef við hittumst. Hvað er annars að frétta af ykkur? Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni hjá mér, Legokeppnin um síðustu helgi með tilheyrandi undirbúningi (við unnum engin verðlaun :( og svo foreldraviðtöl eftir kennslu þessa vikuna. Næsta vika mun síðan verða undirlögð af prófagerð og leslistum ásamt upprifjun fyrir krakkagreyin og svo hefjast jólaprófin þarnæstu viku. Sjitt.
En annars, verður föndur på söndag? Hver verður með næsta matarklúbb? Er það jólaklúbburinn? Langar ykkur ekki á Fridays eða Ruby tuesdays eitthvert kvöldið..... Mig langaði allt í einu svo út að borða á svona ekki of dýran stað! Og þá er ég að tala um fyrir utan matarklúbb ;)
Endilega látið heyra í ykkur, þú líka, Ásta.
Kv. Ólöf