þriðjudagur, nóvember 22, 2005

,,Ég skal mála allan heiminn elsku mamma"

Hvaða hvaða brjálað að gera í blogginu núna, bara tvær færslur á einu kvöldi. Þess vegna megið þið ekki gleyma að lesa færsluna hennar Daggar hérna fyrir neðan :) En mig langaði að spyrja ykkur einnar spurningar;
Hver vill mála ???
Ef einhverjir eru til í að fá sér bíltúr á þann fallega stað Selfoss næsta sunnudag og er til í að taka sér pensil í hönd og mála svosem eins og einn til tvo veggi eru þeir velkomnir að Tjaldhólum 5 næsta sunnudag. Við vorum að spá í að það gæti verið bara gaman að hafa smá málningarpartý fyrir þá sem nenna og treysta sér til. Það er engin skyldumæting og við lítum ekki heldur á það sem leti ef einhver kemur ekki.
Við Rúnar vorum þarna í dag að byrja að grunna og gekk bara mjög vel, en þetta tekur allt sinn tíma þannig að því fleiri hendur því betur gengur þetta náttúrulega. Þetta er orðið alveg ótrúlega flott ég verð nú bara að segja það og ég er svo spennt að byrja að setja dótið mitt þarna inn. Ég fór líka að hitta nýja vinnuveitanda minn í dag. Mér leist bara vel á og ég var kynnt þarna fyrir hinu starfsfólkinu sem nýji deildarstjórinn, það var svoldið skrítin tilfinning en það má örugglega venjast því. Svo segi ég þetta við ykkur allar sem eruð deildarstjórar eða yfir einhverju, æii ég er bara ekki vön þessu, hef alltaf verið óbreyttur leikskólakennari og er gaman því að fá titil.
Þar sem við erum eitthvað óvenju busy þessa vikuna, erum að fara í fimmtugsafmæli á fimmtudagskvöldið, ég jólagleði á föstudag og við í barnaafmæli alla leið í Borgarnes á laugardaginn, ákváðum við að stefna þá bara á að mála á sunnudaginn.
Þið sjáið bara til þeir sem hafa áhuga, en það væri ágætt að fá samt kannski einhverja hugmynd um hvort við þurfum að hafa tíu pensla til taks eða bara tvo.
Við heyrumst bara
kveðja Bryndís