fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Föndur !!!

Hæ allar
Hvað segið þið nú gott? Eru ekki allar bara að komast í jólaskap. Það er allavega að færast meir og meir yfir mig. Sérstaklega líka held ég að því ég er að fara á tónleika í kvöld, mér finnst alltaf tilheyra jólunum að fara á tónleika, jafnvel þó það séu ekki eiginlegir jólatónleikar. Þessir tónleikar verða í Grafarvogskirkju og hinir ýmsu söngvarar verða og eru þeir haldnir til styrktar barna og unglingageðdeild. Gott málefni líka.
Já en allavega, var ekki stefnan á að föndra á föstudagskvöldið? Ég var að spá í hvort það væri verra ef við myndum hittast heima hjá mér og föndra, Rúnar þarf nefnilega að fara að hjálpa Fjalari í húsinu þeirra. Væri þér sama Dögg að það yrði bara næst hjá þér? Ef þetta kemur sér illa þá er mér alveg sama, þá mæti ég bara næst. Látið endilega í ykkur heyra.
Kveðja Bryndís