Við erum að hugsa um að halda matarklúbb um helgina, hvort finnst ykkur sniðugara að hafa hann á sunnudagskvöldið eða mánudagskvöldið? Kemur Elsa ekki heim á sunnudagskvöldið það er spurning hvort við eigum að bíða eftir henni og þá er náttúrulega ekki frí daginn eftir eða að hafa hann bara á sunnudagskvöldið. Látið mig vita ég get haft hann hvort kvöldið sem er.
fimmtudagur, maí 27, 2004
Til hamingju með afmælið, Sigurveig : )
Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Sigurveig
hún á afmæli í dag.
Jibbý jibbý vei vei.
Nú eru tveir Háksmeðlimir orðnir 27 ára! Við verðum að fara að hægja á þessu takk fyrir. Það er svindl að Bryndís og Dögg séu yngstar...
Birt af Ólöf kl. 9:03 e.h. |
dinner club
Halló Hákarar.
Datt í hug að spyrja hvort við vildum ekki skella saman fámennum matarklúbbi? Ég er ekki að leggja pressu á Bryndísi og Rúnar en datt bara í hug að það yrði gaman að hittast um helgina þó svo það vanti marga þar sem flestir eru í útlöndum. Ef ekki er vilji fyrir matarklúbbi hvað segið þið um að hittast samt? Ég er til (vona að ég fái einhverjar undirtektir, annað væri grunsamlegt...;) )
kv. ólöf
Birt af Ólöf kl. 2:10 e.h. |
miðvikudagur, maí 26, 2004
Fréttir af Dögg
Sælar skvísur.
Það er allt gott að frétta af Dögg... hún nýtur lífsins úti í Tælandi. Það er nudd, handa og fótameðferð og alles og reynt að fara á hverjum degi. Hún skrapp í safaríferð, fór á fílabak og sigldi á bambusfleka niður á. Fínn hiti og sjórinn fínn.
ALLT ALVEG ÆÐISLEGT. Svo verður hún bara að halda myndakvöld enda er hún alveg að fríka út daman í myndatökunum.
Adios amigos...
Birt af Nafnlaus kl. 5:13 e.h. |
mánudagur, maí 24, 2004
Vörnin búin og við á leið til Spánar eftir 3 daga!!!
Jæja þá er vörnin loksins búin og við getum farið að hlakka til Spánarferðarinna. Vörnin gekk bara mjög vel, þannig að næst á dagskrá er Spánn, úrskrift, sumarfrí með honum Rúnari og svo byrja að vinna 1.júlí...:-)...sem sagt nóg að gera framundan.
Annars ætlum við að hittast heima hjá mér upp úr 8 annað kvöld (þ.e. þriðjudagskvöld 25.maí og kveðja ykkur og sjá hana Bryndísi áður en hún á að eiga....vil nefnilega sjá kúluna í síðasta sinn ef hún skildi nú fæða litla krúttið á meðan við erum í sólinni!!!
Það besta sem hann Rúnar sagði í dag í leikskólanum við allar fóstrurnar var það að við værum að fara að gifta okkur á spáni...., en hann sagði; "sko mamma og Jói pabbi ætla að gifta sig á Spáni....ég ætla ekki að gifta mig heldur mamma og pabbi!!!! Við komum auðvitað alveg af fjöllum þegar fóstrurnar spurðu okkur vegna þess að það er allavega ekki í bígerð á næstunni hjá okkur :-) Ohhhh þessi börn eru svo mikið krútt! Sonur hennar Söru, hann Alfonso Birgir, er nefnilega með honum á leikskóla og hann er núna á Spáni og þau eru að fara að gifta sig í sumar á Spáni, þannig að hann Rúnar heldur greinilega að allir sem fara til Spánar gifti sig í leiðinni.....ekki slæmm hugmynd samt!!!
Jæja ætla að fara að koma litla kút í háttinn og njóta þess að vera með honum á morgun vegna þess að hann Rúnar er núna kominn í sumarfrí í leikskólanum.
Bæjó....og verið nú duglegar að blogga!!!
Birt af Thelma kl. 9:01 e.h. |
fimmtudagur, maí 20, 2004
Strákastand ;o)
Jæja þetta var eitt það fyndnast sem ég hef upplifað hjá dóttur minni :o) Á mánudaginn vorum við staddar í Jakaselinu þegar það er hringt og spurt eftir Heiðu Björgu. Heiða Björg tekur við tólinu og byrjar að tala og allt á léttu nótunum og svo kveður hún. Við spyrjum auðvitað voða forvitnar hver þetta hafi nú verið og hún tilkynnir okkur það að þetta hafi verið hann Axel Þór Axelsson....Við erum ekki alveg að ná því hvernig hann fékk númerið í Jakaseli!!! Stuttu seinna er hringt og Heiða Björg svarar...hún heyrir að þetta er strákurinn aftur og fer því inn á baðherbergi og lokar að sér til að fá frið fyrir móður, ömmu og frænkum (sem lágu í kasti frammi í stofu). Svo þegar samtalið er búið kemur hún fram og tekur það skýrt fram við mig að hún vilji ekki ræða þetta mál frekar við mig og hleypur upp stigann :o) Ég hélt ég yrði ekki eldri. Heiða Björg bara byrjuð á gelgjunni og komin á séns hehehehe
Birt af Nafnlaus kl. 3:13 f.h. |
þriðjudagur, maí 18, 2004
hey
Vodalega er eitthvad dautt a tessari sidu, allir voda bissi. Hvernig var helgin hja ykkur. Hja mer var hun bara frekar roleg, for samt a djammid a laugardagin og profadi eitthvad nytt..... 60's mod klubb, sem var bara agaett en for fyrst a isl. evrovisjon party bar, og hitti tar gamla bekkja systur mina bara ovaent. Annars er alltaf gott vedur herna yfir 20 stig og sol, mjog fint. Any way verd ad fara finna banka...engin vill lefifa mer ad fa mer banka reikning...asnalegt!!
Heyrumst Asta
Birt af Ólöf kl. 12:13 e.h. |
miðvikudagur, maí 12, 2004
Hallo
Heyrdu hvad vard um kommentid, verd eg alltaf ad gea tetta svona??
Asta
Birt af Ólöf kl. 12:24 e.h. |
Lísa eignaðist litla stelpu í morgun!!!!
Hæbb hún Lísa sendi mér sms áðan og lét mig vita að þau eignuðust litla stelpu í morgun. Hún var 11,4 merkur og 48 cm löng. Bara að leyfa Bryndísi að fylgjast með fyrst að þær voru nú saman í foreldrafræðslu.....
En hvernig líður þér annars Bryndís? Eru komnir einhverjir fyrirvaraverkir??? Ef barnið kemur ekki fyrir 27.maí, viltu þá lofa því að halda því inni þar til eftir 10.júní vegna þess að þá erum við komin heim frá Spáni og mig langar ekki að missa af því þegar það loksins fæðist!!!....ein að láta sig dreyma!
Jæja ég má víst ekki blogga fram að ritgerðarskilum, þannig að ég læt þetta bara duga í bili og ég læt heyra í mér eftir að ég er búin að skila þessari blessuðu ritgerð....
Birt af Thelma kl. 11:44 f.h. |
þriðjudagur, maí 11, 2004
hellú
Hvað á það að þýða hjá þessu blogg fólki að breyta öllu útliti á blogg-vinnusíðunum? Ferlega óþægilegt... En nóg um kvart.
Krummi fór í geldingu í gær og var eins og slytti fram eftir öllu kvöldinu. Greyið var eins og drukkin kisa er hann reyndi að labba. Núna, daginn eftir og hormónalaus, þá er hann orðinn prýðisköttur. Horfir bara á mig lygndum augum og vill helst liggja og sofa uppi í rúmi ofan á hausnum mínum!
Það er loksins komið á hrein hvar ég verð að kenna næsta vetur. Ég mun verða í Hjallaskóla að kenna líffræði, eðlis og efnafræði á unglingastigi! Þetta er akkúrat staðan sem mig langaði í þannig að ég er sátt. Ég mun eflaust kenna þó eitthvað áfram í Hólabrekkuskóla núna fram á vor þar sem kennari 7 ára bekkjarins er enn veik. Krakkarnir eru bara fínir þó svo ég þurfi svona annað slagið að minna þau á það hver stjórnar.
Jæja, senn fer að líða að próflokum eða ritgerðarlokum hjá vissum Hákum þannig að vonandi fer eitthvað að hressast hér á síðunni.
Adios amigos.
Birt af Ólöf kl. 5:37 e.h. |
You are Beaker.
You are very tense, stressed and paranoid. You hate
furthering the cause of science, as it tends to
get you blown up.
SPECIAL TALENTS:
Scientific assistant, Victim
LAST BOOK READ:
"1001 Meeps to a Bigger Vocabulary"
FAVORITE MOVIE:
"Run Silent, Run Meep"
QUOTE:
"Meep! Meep! Meep!"
NEVER LEAVES HOME WITHOUT:
Medical Coverage
What Muppet are you?
brought to you by Quizilla
Eg er lika kermit en langadi ad setja eitthvad nytt svo eg klikkadi alltaf a "please don't hurt me"
Birt af Ólöf kl. 1:16 e.h. |
mánudagur, maí 10, 2004
Kermit líka
You are Kermit the Frog.
You are reliable, responsible and caring. And you
have a habit of waving your arms about
maniacally.
FAVORITE EXPRESSIONS:
"Hi ho!" "Yaaay!" and
"Sheesh!"
FAVORITE MOVIE:
"How Green Was My Mother"
LAST BOOK READ:
"Surfin' the Webfoot: A Frog's Guide to the
Internet"
HOBBIES:
Sitting in the swamp playing banjo.
QUOTE:
"Hmm, my banjo is wet."
What Muppet are you?
brought to you by Quizilla
Birt af Nafnlaus kl. 5:02 e.h. |
Ég er Scooter.....veit ekki alveg hver það er!!!
You are Scooter.
You are a loyal, hardworking person, better known
as a doormat.
SPECIAL TALENTS:
Going for stuff.
LEAST FAVORITE MOVIE:
"Go For Broke!"
QUOTE:
"15 seconds to showtime."
LAST BOOK READ:
"300 New Ways to Get Your Uncle to Get You a
Better Job "
NEVER LEAVES HOME WITHOUT:
Coffee, clipboard, and Very Special Guest Stars.
What Muppet are you?
brought to you by Quizilla
Birt af Thelma kl. 4:03 e.h. |
Hvaða prúðuleikari ert þú???
Ég er Kermit!!
You are Kermit the Frog.
You are reliable, responsible and caring. And you
have a habit of waving your arms about
maniacally.
FAVORITE EXPRESSIONS:
"Hi ho!" "Yaaay!" and
"Sheesh!"
FAVORITE MOVIE:
"How Green Was My Mother"
LAST BOOK READ:
"Surfin' the Webfoot: A Frog's Guide to the
Internet"
HOBBIES:
Sitting in the swamp playing banjo.
QUOTE:
"Hmm, my banjo is wet."
What Muppet are you?
brought to you by Quizilla
Birt af Elsa kl. 11:38 f.h. |
fimmtudagur, maí 06, 2004
Sælar!
Jæja, þá er ég búin að kenna í 4 daga! Mér fannst það ganga í fyrsta skiptið vel í dag þar sem ég hafði loksins mjög góða stjórn á bekknum. Var ógeðslega frek og leiðinleg og virðist það vera það eina sem virkar eins og er. Þá verð ég líka rosalega góð þegar ég leyfi þeim að fjá leikstund eða eitthvað svoleiðis. Ákvað að þræla þeim út í stærðfræði og skrift í dag. Finnst reyndar miklu erfiðara að kenna að draga frá (mínusa) heldur en eitthvað miklu mun flóknara í líffræði! Reyndi og reyndi að útskýra fyrir nokkrum að 240 - 200= 40 og þeim fannst þetta svo erfitt (ekki öllum). Ég er búin að þurfa að kúpla mig nokkuð mikið niður í fræðunum!
Ég veit ekki enn hvort ég verð að kenna þeim fram í júní, það virðist sem að kennarinn þeirra sé enn veik þannig að þetta mun eitthvað verða fram í mai, held ég. Svo er ég búin að heyra mjög mismunandi sögur af þessum bekk sem ég verð að kenna næsta vetur, eiginlega allt slæmt þannig að ég sé bara hvernig það fer...
Heyrumst !
Kveðja.
Birt af Ólöf kl. 3:56 e.h. |
þriðjudagur, maí 04, 2004
Langt síðan ég hef bloggað
Hæ hæ
hvað segið þið gott þessa dagana??
Ég segi allavega bara allt gott, mér líður bara vel núna en undanfarna daga var ég farin að finna pínu fyrir í bakinu og einhver magakveisa hefur verið að hrjá mig. Ég ákvað þess vegna að minnka við mig vinnuna og er því byrjuð að vinna bara hálfan daginn. ég finn mikin mun á mér eftir það, ég var görsamlega búin eftir að vinna alveg til fimm. Það eru nú líka bara 4 vikur eftir svo ég er aðeins að trappa mig niður smátt og smátt. Ég fór í skoðun í morgun og var bara allt í fína með barnið og sagði ljósan að barnið yrði nú örugglega ekki minna en 16 merkur, en það er kannski ekki skrítið fyrst báðir foreldrarnir voru fæddir frekar stórir, ég 18 og Rúnar 15. Næst á ég að fara í skoðun eftir viku og fer ég nú vikulega alltaf, úff þetta er óhugnalega stutt í þetta.
Það er það að frétta af Snúði hástökkvara að hann er tiltölulega nýbúinn að ná sér eftir flugið niður út um gluggann að hann greyið þarf að ná sér núna eftir geldingu í dag. Hann er afskaplega druslulegur köttur í dag og gekk um eins og hann væri dauðadrukkinn, greyið er búin að þurfa að þola ýmislegt undanfarna daga.
jæja stúlkur, þið sem eruð í prófum og verkefnavinnu, gangi ykkur vel og ég bið að heilsa öllum hinum líka, sjáumst vonandi sem fyrst
kveðja Bryndís
Birt af Nafnlaus kl. 10:46 e.h. |
lítil prinsessa fædd...
Ætlaði bara að leyfa Ólöfu að fylgjast með...hún Heiðrún átti litla dömu á föstudaginn(30.apríl). Rúmar 13 merkur og 51 cm. Fæðing gekk rosa vel (var komin í heiminn tveimur tímum eftir að fyrstu verkir fóru að gera sér vart). Fylgjan kom ekki öll út þannig að það blæddi rosalega og Heiðrún svæfð og send í aðgerð. Fékk svo blóðgjöf í gær og heim í gærkveldi.
Spurning hvort Sólveig fari að koma með eina litla stelpu eftir ár (þar sem hún gerir þetta alveg eins nema bara alltaf ári á eftir ;o)
Stuðkveðjur
Birt af Nafnlaus kl. 5:00 e.h. |
Próf númeró unó
Góðan daginn skvísur. Jæja þá fer að styttast í fyrsta prófið mitt...sem er klukkan 13:30 í dag :o) Vá hvað ég hlakka EKKI til. Annars er ósköp lítið að frétta af mér, átti heima uppi í Tækniháskóla um helgina en það er alveg ágætist skóli (allavegana fínt að læra þar).
Heyrði í Dögg í gærkveldi, hún er bara að plumma sig vel í prófunum. Hún var nú reyndar eitthvað ósátt við prófið í gær en mér fannst nú engin ástæða fyrir hana að vera óánægð. Hún er frábær í sínu fagi.
Ætli það sé ekki best að kíkja bara aðeins í glósurnar áður en ég legg af stað.
Adios amigos
Birt af Nafnlaus kl. 9:29 f.h. |