Jæja þá er vörnin loksins búin og við getum farið að hlakka til Spánarferðarinna. Vörnin gekk bara mjög vel, þannig að næst á dagskrá er Spánn, úrskrift, sumarfrí með honum Rúnari og svo byrja að vinna 1.júlí...:-)...sem sagt nóg að gera framundan.
Annars ætlum við að hittast heima hjá mér upp úr 8 annað kvöld (þ.e. þriðjudagskvöld 25.maí og kveðja ykkur og sjá hana Bryndísi áður en hún á að eiga....vil nefnilega sjá kúluna í síðasta sinn ef hún skildi nú fæða litla krúttið á meðan við erum í sólinni!!!
Það besta sem hann Rúnar sagði í dag í leikskólanum við allar fóstrurnar var það að við værum að fara að gifta okkur á spáni...., en hann sagði; "sko mamma og Jói pabbi ætla að gifta sig á Spáni....ég ætla ekki að gifta mig heldur mamma og pabbi!!!! Við komum auðvitað alveg af fjöllum þegar fóstrurnar spurðu okkur vegna þess að það er allavega ekki í bígerð á næstunni hjá okkur :-) Ohhhh þessi börn eru svo mikið krútt! Sonur hennar Söru, hann Alfonso Birgir, er nefnilega með honum á leikskóla og hann er núna á Spáni og þau eru að fara að gifta sig í sumar á Spáni, þannig að hann Rúnar heldur greinilega að allir sem fara til Spánar gifti sig í leiðinni.....ekki slæmm hugmynd samt!!!
Jæja ætla að fara að koma litla kút í háttinn og njóta þess að vera með honum á morgun vegna þess að hann Rúnar er núna kominn í sumarfrí í leikskólanum.
Bæjó....og verið nú duglegar að blogga!!!
mánudagur, maí 24, 2004
Vörnin búin og við á leið til Spánar eftir 3 daga!!!
Birt af Thelma kl. 9:01 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|