Ætlaði bara að leyfa Ólöfu að fylgjast með...hún Heiðrún átti litla dömu á föstudaginn(30.apríl). Rúmar 13 merkur og 51 cm. Fæðing gekk rosa vel (var komin í heiminn tveimur tímum eftir að fyrstu verkir fóru að gera sér vart). Fylgjan kom ekki öll út þannig að það blæddi rosalega og Heiðrún svæfð og send í aðgerð. Fékk svo blóðgjöf í gær og heim í gærkveldi.
Spurning hvort Sólveig fari að koma með eina litla stelpu eftir ár (þar sem hún gerir þetta alveg eins nema bara alltaf ári á eftir ;o)
Stuðkveðjur
þriðjudagur, maí 04, 2004
lítil prinsessa fædd...
Birt af Nafnlaus kl. 5:00 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|