Hvað á það að þýða hjá þessu blogg fólki að breyta öllu útliti á blogg-vinnusíðunum? Ferlega óþægilegt... En nóg um kvart.
Krummi fór í geldingu í gær og var eins og slytti fram eftir öllu kvöldinu. Greyið var eins og drukkin kisa er hann reyndi að labba. Núna, daginn eftir og hormónalaus, þá er hann orðinn prýðisköttur. Horfir bara á mig lygndum augum og vill helst liggja og sofa uppi í rúmi ofan á hausnum mínum!
Það er loksins komið á hrein hvar ég verð að kenna næsta vetur. Ég mun verða í Hjallaskóla að kenna líffræði, eðlis og efnafræði á unglingastigi! Þetta er akkúrat staðan sem mig langaði í þannig að ég er sátt. Ég mun eflaust kenna þó eitthvað áfram í Hólabrekkuskóla núna fram á vor þar sem kennari 7 ára bekkjarins er enn veik. Krakkarnir eru bara fínir þó svo ég þurfi svona annað slagið að minna þau á það hver stjórnar.
Jæja, senn fer að líða að próflokum eða ritgerðarlokum hjá vissum Hákum þannig að vonandi fer eitthvað að hressast hér á síðunni.
Adios amigos.
þriðjudagur, maí 11, 2004
hellú
Birt af Ólöf kl. 5:37 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|