Jæja, þá er ég búin að kenna í 4 daga! Mér fannst það ganga í fyrsta skiptið vel í dag þar sem ég hafði loksins mjög góða stjórn á bekknum. Var ógeðslega frek og leiðinleg og virðist það vera það eina sem virkar eins og er. Þá verð ég líka rosalega góð þegar ég leyfi þeim að fjá leikstund eða eitthvað svoleiðis. Ákvað að þræla þeim út í stærðfræði og skrift í dag. Finnst reyndar miklu erfiðara að kenna að draga frá (mínusa) heldur en eitthvað miklu mun flóknara í líffræði! Reyndi og reyndi að útskýra fyrir nokkrum að 240 - 200= 40 og þeim fannst þetta svo erfitt (ekki öllum). Ég er búin að þurfa að kúpla mig nokkuð mikið niður í fræðunum!
Ég veit ekki enn hvort ég verð að kenna þeim fram í júní, það virðist sem að kennarinn þeirra sé enn veik þannig að þetta mun eitthvað verða fram í mai, held ég. Svo er ég búin að heyra mjög mismunandi sögur af þessum bekk sem ég verð að kenna næsta vetur, eiginlega allt slæmt þannig að ég sé bara hvernig það fer...
Heyrumst !
Kveðja.
fimmtudagur, maí 06, 2004
Sælar!
Birt af Ólöf kl. 3:56 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|