miðvikudagur, maí 12, 2004

Lísa eignaðist litla stelpu í morgun!!!!

Hæbb hún Lísa sendi mér sms áðan og lét mig vita að þau eignuðust litla stelpu í morgun. Hún var 11,4 merkur og 48 cm löng. Bara að leyfa Bryndísi að fylgjast með fyrst að þær voru nú saman í foreldrafræðslu.....

En hvernig líður þér annars Bryndís? Eru komnir einhverjir fyrirvaraverkir??? Ef barnið kemur ekki fyrir 27.maí, viltu þá lofa því að halda því inni þar til eftir 10.júní vegna þess að þá erum við komin heim frá Spáni og mig langar ekki að missa af því þegar það loksins fæðist!!!....ein að láta sig dreyma!

Jæja ég má víst ekki blogga fram að ritgerðarskilum, þannig að ég læt þetta bara duga í bili og ég læt heyra í mér eftir að ég er búin að skila þessari blessuðu ritgerð....