þriðjudagur, maí 04, 2004

Langt síðan ég hef bloggað

Hæ hæ
hvað segið þið gott þessa dagana??
Ég segi allavega bara allt gott, mér líður bara vel núna en undanfarna daga var ég farin að finna pínu fyrir í bakinu og einhver magakveisa hefur verið að hrjá mig. Ég ákvað þess vegna að minnka við mig vinnuna og er því byrjuð að vinna bara hálfan daginn. ég finn mikin mun á mér eftir það, ég var görsamlega búin eftir að vinna alveg til fimm. Það eru nú líka bara 4 vikur eftir svo ég er aðeins að trappa mig niður smátt og smátt. Ég fór í skoðun í morgun og var bara allt í fína með barnið og sagði ljósan að barnið yrði nú örugglega ekki minna en 16 merkur, en það er kannski ekki skrítið fyrst báðir foreldrarnir voru fæddir frekar stórir, ég 18 og Rúnar 15. Næst á ég að fara í skoðun eftir viku og fer ég nú vikulega alltaf, úff þetta er óhugnalega stutt í þetta.
Það er það að frétta af Snúði hástökkvara að hann er tiltölulega nýbúinn að ná sér eftir flugið niður út um gluggann að hann greyið þarf að ná sér núna eftir geldingu í dag. Hann er afskaplega druslulegur köttur í dag og gekk um eins og hann væri dauðadrukkinn, greyið er búin að þurfa að þola ýmislegt undanfarna daga.
jæja stúlkur, þið sem eruð í prófum og verkefnavinnu, gangi ykkur vel og ég bið að heilsa öllum hinum líka, sjáumst vonandi sem fyrst
kveðja Bryndís