Jæja þetta var eitt það fyndnast sem ég hef upplifað hjá dóttur minni :o) Á mánudaginn vorum við staddar í Jakaselinu þegar það er hringt og spurt eftir Heiðu Björgu. Heiða Björg tekur við tólinu og byrjar að tala og allt á léttu nótunum og svo kveður hún. Við spyrjum auðvitað voða forvitnar hver þetta hafi nú verið og hún tilkynnir okkur það að þetta hafi verið hann Axel Þór Axelsson....Við erum ekki alveg að ná því hvernig hann fékk númerið í Jakaseli!!! Stuttu seinna er hringt og Heiða Björg svarar...hún heyrir að þetta er strákurinn aftur og fer því inn á baðherbergi og lokar að sér til að fá frið fyrir móður, ömmu og frænkum (sem lágu í kasti frammi í stofu). Svo þegar samtalið er búið kemur hún fram og tekur það skýrt fram við mig að hún vilji ekki ræða þetta mál frekar við mig og hleypur upp stigann :o) Ég hélt ég yrði ekki eldri. Heiða Björg bara byrjuð á gelgjunni og komin á séns hehehehe
fimmtudagur, maí 20, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|