Takk stelpur fyrir frábæra skemmtun í gær. ELSA ÞÚ VARST FRÁBÆR GÆS...Verðum svo að kíkja á myndirnar :o)
Ég er bara farin að hlakka til brúðkaupsins ef það verður svipað stuð og í gær.
Hvernig er svo heilsan hjá öllum...Elsa heldurðu að Fjalar komist út!!!
Ég er að spá í að skella mér á dansnámskeið fyrir brúðkaupið svo ég verði mér nú ekki til skammar ef sumir herramenn fara nú að bjóða manni upp í dans eins og í gær (nefnum engin nöfn en það byrjar á RÚNAR. Bryndís þú hlýtur að vera í góðu formi eftir að dansa...eða eigum við að segja að vera snúið í MARGA hringi á gólfinu af Rúnari).
Hvað segiði svo...eru allar í stuði fyrir Esjugöngu..held ég treysti mér nú ekki í þá göngu í dag :o) Held svei mér þá að hjartað myndi ekki ráða við það.
Jæja skvísur við heyrumst og sjáumst
sunnudagur, júní 27, 2004
Góðan og blessaðan daginn
Birt af Nafnlaus kl. 12:48 e.h. |
fimmtudagur, júní 24, 2004
Spotklúbbur Háks
Sælar allar
Við Thelma og Ólöf riðum (eða eiginlega hlupum) á vaðið í gærkvöldi í nýstofnuðum sportklúbb og fórum í jónsmessuhlaup í laugardalnum. Við hlupum 3 km hring umhverfis dalinn í fjölmennum hópi og stóðum okkur frábærlega. Það er að mínu mati alltaf afrek að fara út að hlaupa í rigningu. Ég kíkti svo í sund á eftir og þar eru greinilega allir sætu strákarnir, í sundi eftir útihlaup (Sigurveig þú hefðir átt að koma með). Í framhaldinu var pæling um gönguferð á Esjuna. Fyrst ég er í fríi um helgina hvað segiði um eftirmiðdag á laugardag eða sunnudag. Ég er að fara í mat til bekkjasystur minnar á laugardagskvöldið, þannig að um kl þrjú myndi henta mér vel, en ef veðrið er lélegt getum við líka beðið fram til sunnudags eða jafnvel eitthvað kvöld í vikunni.
Comments please
Kveðja Dögg
Birt af Ólöf kl. 10:46 f.h. |
fimmtudagur, júní 17, 2004
Efni frá Dögg....
Frá Thelmu: Jæja þetta tók ég af bloggsíðunni hennar Daggar....er nefnilega ekki viss um að neinn af okkur viti af henni....skemmtlegar pælingar frá henni, þannig að nú er tilvalið að lesa það sem hún Dögg hefur að segja um ræktina og fleira!!!
Frá Dögg: Jæja nú eru allir komnir heim eftir útskriftarferðir og þó að nokkrar veislur séu framundan má segja að við séum komnar í sumarfrí. Hvernig lýst ykkur á að við tökum upp þráðinn frá því síðasta sumar og förum að hittast í ræktinni og lyfta. Kannski 3- 4 sinnum í viku. Ég sting upp á mán,mið og föstudögum klukkan 17. Mig langar líka endilega að skipuleggja einhverja gönguferð, við getum kannski byrjað á Esjugöngu núna þegar veðrið er orðið svona gott og ákveðið framhaldið í kjölfarið af því. Ég lýsi hér með eftir góðum hugmyndum. Ein enn pæling, hverjir eiga línuskauta??
Dögg
Frá Thelmu: nei Dögg við eigum ekki línuskauta eins og er, en við erum með hjól ef einhver er til í hjólreiðatúr einhverntímann???
Birt af Ólöf kl. 10:32 e.h. |
mánudagur, júní 14, 2004
Hallo
Ja ja Bryndis eg er alveg til i ad verda platfraenka lika thvi eg er ekki ad verda neitt alla vegana ekki strax. Annars var helgin bara fin hja mer. Fraenka min var her i London svo hun baud mer ut ad borda a uppahaldis veitingastadinn minn, triggja retta maltid mmmmm mjog gott. Svo for eg a strondina i Brighton, tad var nu ekki eins heitt og a Spani hja ter Thelma og ekki eins "mjuk" strondin. Tad er semsagt steina strond tarna...en fekk to lit ;) bara fin ferd. Er semsagt nuna ad laga bringuna mina, tad er sidan myndataka a midvikudagin, verd ad muna ad kaupa blod fyrir tad.
Eg held afram ad fylgjast med ykkur.
Asta
Birt af Ólöf kl. 10:51 f.h. |
föstudagur, júní 11, 2004
frábær hugmynd
Mér líst mjög vel á að þið komið með bjór. Ef það eru einhverjir úr veislunum ykkar stelpnanna sem vilja samfagna með okkur fram eftir kvöldi þá eru þeir auðvitað velkomnir í party. Hef haldið 40 manna party án vandkvæða í íbúðinni þannig að pláss ætti að vera nóg. JEI DJAMM
Dögg
Birt af Ólöf kl. 2:42 e.h. |
Við erum komin heim!!!
Jæja þá erum við komin heim frá Spáni eftir mjög vel heppnaða ferð....fyrir utan það að hann Rúnar Örn týndist á troðfullri ströndinni í rúman hálftíma....og móðir hans fékk vægt taugaáfall þegar hún fann hann ekki strax, en allt er gott sem endar vel....en annars var ferðin mjög skemmtileg og mikið var skoðað og gert þessar tvær vikur! Við fengum mjög gott veður allan tímann og maður nældi sér auðvitað í smá brúnku og meira að segja er hann Rúnar Örn kominn með hvítann rass....þ.e. flott sundskýlufar!! Það eru komnar fullt af myndum inn á barnaland síðuna hans þannig að endilega skoðið þær!
Auðvitað beið barnið þeirra Bryndísar og Rúnars eftir okkur vegna þess að það er svo stillt og gott barn. Ég var búin að hvísla því að barninu að það mætti alveg bíða eftir að koma í heiminn þangað til að við kæmum heim og auðvitað hlýddi það....þetta verður alveg yndislegt barn, enda á það líka alveg pottþétta foreldra!! ;-)
Þannig að það verður sem sagt mikið púsluspil hjá flestum 19.júní í að reyna að komast á milli veisla!! Okkar veisla er sem sagt á milli klukkan 15-18...var samt að sjá það að athöfnin eigi ekki að byrja fyrr en klukkan 13 og standa til klukkan 15:30...en ég sendi bara mömmu fyrr heim til að taka á móti gestunum...gleymdi nefnilega að athuga hvað athöfnin væri lengi áður en ég sendi boðskortin....en það hlýtur að reddast! Mikið líst mér annars vel á að Dögg haldi partý um kvöldið, var farin að hafa áhyggjur um að það myndi ekki vera neitt partý þetta kvöld. En ef þú vilt Dögg, þá getum við komið með allavega 2-3 kassa af bjór til þín til að halda fólkinu vel fullu...getum keypt þá af pabba Jóa;-) Væri það ekki bara tilvalið? Endilega láttu mig allavega vita hvernig þér líst á það...við myndum auðvitað splæsa bjórinn!
Já og til hamingju með afmælið um daginn Sigurveig!
Birt af Thelma kl. 11:23 f.h. |
þriðjudagur, júní 08, 2004
Vantar ykkur kött ??
hæ hæ allir bloggarar
ég ákvað að láta aðeins í mér heyra, eins og Ólöf sagði er ég bara enn að bíða og bíða og ekkert er að gerast. Ég er þessa stundina alveg að verða klikkuð á þessum ketti mínum, hann er gjörsamlega ofvirkur, hann hleypur núna hérna fram og tilbaka inn og út úr stofunni upp í sófa og niður og spólar þvílíkt á parketinu svo að hárin rísa á mér. Hann er ekkert að spá í að eitthvað sé fyrir, hann þarf bara að hlaupa og riður öllu niður sem verður á vegi hans. Áðan ruddi hann niður myndum sem voru í sófanum oohhh ég er svooo pirrruð út í hann. Vitið þið ekki um einhvern sem vantar kött endilega látið mig vita.
En allavega þá gekk skoðunin ágætlega, blóðþrýstingurinn er aðeins í hærri kantinum, hann er örugglega töluvert hár núna allt þessum ketti að kenna. Svo á ég að fara í mónitor á fimmtudagsmorgunin þar sem fylgjast á með fósturhljóðum og samdráttum í legi en ég vona samt að barniið verður bara komið áður svo ég þurfi ekki að sitja þarna í klukkutíma. En kannski verður Thelmu bara að ósk sinni að ég eignist ekki barnið fyrir hún komi tilbaka. Jæja við heyrumst síðar, kveðja Bryndís
Birt af Nafnlaus kl. 11:51 f.h. |
Auðvitað er útskriftarveisla
Ég ætla að halda svaka fína útskriftarveislu þann 19 júní, er enn í post ferðafasanum og er því ekki farin að hafa samband við fólk. Geri það um helgina. Ég og mamma höfum verið í miklum samningarumræðum um þessa veislu, hún vill hafa allt voða hefðbundið en ég vill ekki hafa neitt hefðbundið. Hún hristir höfuðið og sýpur hveljur yfir matarvali og öðru fyrirkomulagi en ég ræð nú flest öllu. Ég get því lofað óhefðbundinni útskriftarveislu þar sem ferðasagan til tælands verður kynnt auk þess sem áhersla verður á tælenska menningu. Sem sagt þemaveisla, þar sem þema er allt sem Dögg finnst skemmtilegt. Mömmu finnst þetta voða sjálfhverft og ég eigi að vera "passífari" og lítillátari. Ég fer að halda að mamma mín þekki mig ekki neitt!!!! Stefnt er á mat milli 5 og 7 og svo party fram eftir kvöldi. Ykkur og mökum er að sjálfsögðu öllum boðið og ég býð mig fram í partyhald fram eftir kvöldi fyrir allan hópinn. Það verður bolla á staðnum.
Kveðja Dögg
Birt af Ólöf kl. 9:54 f.h. |
mánudagur, júní 07, 2004
HÆ HÓ
Í gær varð ég ekki fyrir skemmtilegri lífsreynslu! Ákvað að prenta út e-miðann minn til Osló og uppgötvaði þá mér til hryllings að brottfarardagur var skráður 3.júní í stað fyrir 5. ágúst! Fann hvernig adrenalínið streymdi út í æðarnar og hvernig hendurnar byrjuðu að titra (klassískt stresseinkenni hjá mér:). Það versta var að ég gat ekki hringt í Flugleiðir þar sem allt var lokað hjá þeim um kvöldið (bölvaðir dónar að hafa svona lokað á sunnudagskvöldum..). Fór síðan í morgun með algjöran hnút í maganum og hálf þunglynd á sölustað þeirra og þessu var reddað í einum hvelli, ekkert mál. Ég held að aumingja FLugleiðakonan hafi sárvorkennt mér þar sem ég bar mig svo hrikalega illa. Ég virðist stundum hafa þannig áhrif á fólk að það haldi að ég fari að grenja eða eitthvað! Skil þetta ekki.
Ég er semsagt enn á leiðinni til Osló og hlakka ekki smá til. Ákvað ég að deila þessari litlu reynslusögu minni með ykkur til að halda blogginu okkar gangandi:)
Heimsótti Bryndísi eftir skóla í dag (ég var að afhenda einkunnir, er semsagt búin núna í Hólabrekkuskóla) og ég get lofað ykkur því að það er enn barn í maganum, ég endurtek, það er enn barn í maganum. Við bíðum því enn allar spenntar :)
Heyri í ykkur vonandi fyrr frekar en síðar og Elsa, takk fyrir boðskortið og þú líka Thelma. Dögg: verður þú með einhverja útskriftarveislu??
Kv. Ólöf Birna
Birt af Ólöf kl. 8:02 e.h. |
föstudagur, júní 04, 2004
Dögg er loksins búin að læra að blogga
Halló stelpur
Nú er ég komin frá Tælandi. Þessi ferð var dásamleg. Það var ekki einn dagur sem hitinn fór undir 32° C og sjórinn var 27°heitur. Við gistum á 4 stjörnu hóteli sem leit út eins og höll. Þetta voru litlar íbúðir sem voru innréttaðar í Tai stíl og svalirnar vísuðu út í sundlaugargarð. Við vorum á annarri hæð en hótelið er hannað eins og 2 hæða raðhús. Starfsfólkið var yndislegt og fannst við vera voða brosandi hópur (af hverju ætli það sé?). Það var spa á hótelinu og ég fór í dekur annan hvern dag. Það voru tvær strandir í 5 mín göngufjarlægð frá hótelinu og litlar mjög ódýrar verslanir út um allt. Ég fór í 4 ferðir, það á meðal safarí, fílareiðtúr, gönguferð í frumskógi og sturtu í fossi í frumskógi, sjókajak, sjókano, snorkeling, kafaði 2 x og skoðaði eyjur í kringum litlu eyjuna okkar. Ég borðaði úti á hverju kvöldi og eingöngu thai mat og slapp því alveg við að fá í magan. Við djömmuðum nokkrum sinnum en aðallega var bara slappað af. Ég stefni á myndasýningu heima hjá mér einhvern tíman fljótlega. Ég er að fara á ráðstefnu norður í landi um helgina en langar bara ekket til að fara því ég er orðin frænka. Stóri bróðir eignaðist 12 marka stelpu, Auði Katrínu, 29 maí. Hún er alveg yndisleg en svolítið gölluð á annarri mjöðminni og þarf að vera í spelku næstu 3 mánuðina. Mig langar bara að vera heima og knúsa hana.
Kveðjur Dögg Taifari
Birt af Ólöf kl. 8:39 f.h. |
þriðjudagur, júní 01, 2004
Til hamingju med afmaelid Sigurveig, tarna um daginn...og velkomin i hopinn, tad var soldid einmanna svona einn. Ma eg koma med sem farangurinn tinn Olof til Oslo, eg vaeri alveg til i ad fara tangad.
Annars er allt gott ad fretta hedan, thad var long helgi her lika. A sunnudaginn for eg i piknik i Hyde Park bordudum pasta og drukkum hvitvin og svo sukkuladi koku tvi vinkona min atti afmaeli mmmm, svo fengum vid sma solskin. A Manudaginn for eg sidan i hadegis mat til inderskrar vinkonu minnar og hun eldadi audvitad godan indverskan mat....ekki sterkan bara fyrir mig. Svo saum vid Harry Potter hun var bara god.
Vonandi var maturinn godur hja ykkur um helgina, heyri i ykkur seinna.
Asta
Birt af Ólöf kl. 12:42 e.h. |
Jibbý
Jæja, ég er víst á leiðinni til Osló í sumar jibbý jey jey :)
Ákvað að fjárfesta í miða í morgun og mun ég eyða Verslunarmannahelginni í Osló. Ég bíð spennt eftir að komast í H&M.. eins gott að byrja að spara strax í dag!
Sjáumst.
Birt af Ólöf kl. 11:05 f.h. |