Halló stelpur
Nú er ég komin frá Tælandi. Þessi ferð var dásamleg. Það var ekki einn dagur sem hitinn fór undir 32° C og sjórinn var 27°heitur. Við gistum á 4 stjörnu hóteli sem leit út eins og höll. Þetta voru litlar íbúðir sem voru innréttaðar í Tai stíl og svalirnar vísuðu út í sundlaugargarð. Við vorum á annarri hæð en hótelið er hannað eins og 2 hæða raðhús. Starfsfólkið var yndislegt og fannst við vera voða brosandi hópur (af hverju ætli það sé?). Það var spa á hótelinu og ég fór í dekur annan hvern dag. Það voru tvær strandir í 5 mín göngufjarlægð frá hótelinu og litlar mjög ódýrar verslanir út um allt. Ég fór í 4 ferðir, það á meðal safarí, fílareiðtúr, gönguferð í frumskógi og sturtu í fossi í frumskógi, sjókajak, sjókano, snorkeling, kafaði 2 x og skoðaði eyjur í kringum litlu eyjuna okkar. Ég borðaði úti á hverju kvöldi og eingöngu thai mat og slapp því alveg við að fá í magan. Við djömmuðum nokkrum sinnum en aðallega var bara slappað af. Ég stefni á myndasýningu heima hjá mér einhvern tíman fljótlega. Ég er að fara á ráðstefnu norður í landi um helgina en langar bara ekket til að fara því ég er orðin frænka. Stóri bróðir eignaðist 12 marka stelpu, Auði Katrínu, 29 maí. Hún er alveg yndisleg en svolítið gölluð á annarri mjöðminni og þarf að vera í spelku næstu 3 mánuðina. Mig langar bara að vera heima og knúsa hana.
Kveðjur Dögg Taifari
föstudagur, júní 04, 2004
Dögg er loksins búin að læra að blogga
Birt af Ólöf kl. 8:39 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|