Sælar allar
Við Thelma og Ólöf riðum (eða eiginlega hlupum) á vaðið í gærkvöldi í nýstofnuðum sportklúbb og fórum í jónsmessuhlaup í laugardalnum. Við hlupum 3 km hring umhverfis dalinn í fjölmennum hópi og stóðum okkur frábærlega. Það er að mínu mati alltaf afrek að fara út að hlaupa í rigningu. Ég kíkti svo í sund á eftir og þar eru greinilega allir sætu strákarnir, í sundi eftir útihlaup (Sigurveig þú hefðir átt að koma með). Í framhaldinu var pæling um gönguferð á Esjuna. Fyrst ég er í fríi um helgina hvað segiði um eftirmiðdag á laugardag eða sunnudag. Ég er að fara í mat til bekkjasystur minnar á laugardagskvöldið, þannig að um kl þrjú myndi henta mér vel, en ef veðrið er lélegt getum við líka beðið fram til sunnudags eða jafnvel eitthvað kvöld í vikunni.
Comments please
Kveðja Dögg
fimmtudagur, júní 24, 2004
Spotklúbbur Háks
Birt af Ólöf kl. 10:46 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|