þriðjudagur, júní 08, 2004

Vantar ykkur kött ??

hæ hæ allir bloggarar

ég ákvað að láta aðeins í mér heyra, eins og Ólöf sagði er ég bara enn að bíða og bíða og ekkert er að gerast. Ég er þessa stundina alveg að verða klikkuð á þessum ketti mínum, hann er gjörsamlega ofvirkur, hann hleypur núna hérna fram og tilbaka inn og út úr stofunni upp í sófa og niður og spólar þvílíkt á parketinu svo að hárin rísa á mér. Hann er ekkert að spá í að eitthvað sé fyrir, hann þarf bara að hlaupa og riður öllu niður sem verður á vegi hans. Áðan ruddi hann niður myndum sem voru í sófanum oohhh ég er svooo pirrruð út í hann. Vitið þið ekki um einhvern sem vantar kött endilega látið mig vita.
En allavega þá gekk skoðunin ágætlega, blóðþrýstingurinn er aðeins í hærri kantinum, hann er örugglega töluvert hár núna allt þessum ketti að kenna. Svo á ég að fara í mónitor á fimmtudagsmorgunin þar sem fylgjast á með fósturhljóðum og samdráttum í legi en ég vona samt að barniið verður bara komið áður svo ég þurfi ekki að sitja þarna í klukkutíma. En kannski verður Thelmu bara að ósk sinni að ég eignist ekki barnið fyrir hún komi tilbaka. Jæja við heyrumst síðar, kveðja Bryndís