þriðjudagur, júní 08, 2004

Auðvitað er útskriftarveisla

Ég ætla að halda svaka fína útskriftarveislu þann 19 júní, er enn í post ferðafasanum og er því ekki farin að hafa samband við fólk. Geri það um helgina. Ég og mamma höfum verið í miklum samningarumræðum um þessa veislu, hún vill hafa allt voða hefðbundið en ég vill ekki hafa neitt hefðbundið. Hún hristir höfuðið og sýpur hveljur yfir matarvali og öðru fyrirkomulagi en ég ræð nú flest öllu. Ég get því lofað óhefðbundinni útskriftarveislu þar sem ferðasagan til tælands verður kynnt auk þess sem áhersla verður á tælenska menningu. Sem sagt þemaveisla, þar sem þema er allt sem Dögg finnst skemmtilegt. Mömmu finnst þetta voða sjálfhverft og ég eigi að vera "passífari" og lítillátari. Ég fer að halda að mamma mín þekki mig ekki neitt!!!! Stefnt er á mat milli 5 og 7 og svo party fram eftir kvöldi. Ykkur og mökum er að sjálfsögðu öllum boðið og ég býð mig fram í partyhald fram eftir kvöldi fyrir allan hópinn. Það verður bolla á staðnum.
Kveðja Dögg