mánudagur, júní 07, 2004

HÆ HÓ

Í gær varð ég ekki fyrir skemmtilegri lífsreynslu! Ákvað að prenta út e-miðann minn til Osló og uppgötvaði þá mér til hryllings að brottfarardagur var skráður 3.júní í stað fyrir 5. ágúst! Fann hvernig adrenalínið streymdi út í æðarnar og hvernig hendurnar byrjuðu að titra (klassískt stresseinkenni hjá mér:). Það versta var að ég gat ekki hringt í Flugleiðir þar sem allt var lokað hjá þeim um kvöldið (bölvaðir dónar að hafa svona lokað á sunnudagskvöldum..). Fór síðan í morgun með algjöran hnút í maganum og hálf þunglynd á sölustað þeirra og þessu var reddað í einum hvelli, ekkert mál. Ég held að aumingja FLugleiðakonan hafi sárvorkennt mér þar sem ég bar mig svo hrikalega illa. Ég virðist stundum hafa þannig áhrif á fólk að það haldi að ég fari að grenja eða eitthvað! Skil þetta ekki.
Ég er semsagt enn á leiðinni til Osló og hlakka ekki smá til. Ákvað ég að deila þessari litlu reynslusögu minni með ykkur til að halda blogginu okkar gangandi:)
Heimsótti Bryndísi eftir skóla í dag (ég var að afhenda einkunnir, er semsagt búin núna í Hólabrekkuskóla) og ég get lofað ykkur því að það er enn barn í maganum, ég endurtek, það er enn barn í maganum. Við bíðum því enn allar spenntar :)
Heyri í ykkur vonandi fyrr frekar en síðar og Elsa, takk fyrir boðskortið og þú líka Thelma. Dögg: verður þú með einhverja útskriftarveislu??
Kv. Ólöf Birna