föstudagur, júní 11, 2004

Við erum komin heim!!!

Jæja þá erum við komin heim frá Spáni eftir mjög vel heppnaða ferð....fyrir utan það að hann Rúnar Örn týndist á troðfullri ströndinni í rúman hálftíma....og móðir hans fékk vægt taugaáfall þegar hún fann hann ekki strax, en allt er gott sem endar vel....en annars var ferðin mjög skemmtileg og mikið var skoðað og gert þessar tvær vikur! Við fengum mjög gott veður allan tímann og maður nældi sér auðvitað í smá brúnku og meira að segja er hann Rúnar Örn kominn með hvítann rass....þ.e. flott sundskýlufar!! Það eru komnar fullt af myndum inn á barnaland síðuna hans þannig að endilega skoðið þær!

Auðvitað beið barnið þeirra Bryndísar og Rúnars eftir okkur vegna þess að það er svo stillt og gott barn. Ég var búin að hvísla því að barninu að það mætti alveg bíða eftir að koma í heiminn þangað til að við kæmum heim og auðvitað hlýddi það....þetta verður alveg yndislegt barn, enda á það líka alveg pottþétta foreldra!! ;-)

Þannig að það verður sem sagt mikið púsluspil hjá flestum 19.júní í að reyna að komast á milli veisla!! Okkar veisla er sem sagt á milli klukkan 15-18...var samt að sjá það að athöfnin eigi ekki að byrja fyrr en klukkan 13 og standa til klukkan 15:30...en ég sendi bara mömmu fyrr heim til að taka á móti gestunum...gleymdi nefnilega að athuga hvað athöfnin væri lengi áður en ég sendi boðskortin....en það hlýtur að reddast! Mikið líst mér annars vel á að Dögg haldi partý um kvöldið, var farin að hafa áhyggjur um að það myndi ekki vera neitt partý þetta kvöld. En ef þú vilt Dögg, þá getum við komið með allavega 2-3 kassa af bjór til þín til að halda fólkinu vel fullu...getum keypt þá af pabba Jóa;-) Væri það ekki bara tilvalið? Endilega láttu mig allavega vita hvernig þér líst á það...við myndum auðvitað splæsa bjórinn!

Já og til hamingju með afmælið um daginn Sigurveig!