mánudagur, janúar 31, 2005

MORÐKVÖLD

Jæja rúsínurnar mínar.

Núna er komið að því, það er morðkvöld á laugardaginn. Matur hefst stundvíslega klukkan átta og verður að mæta á réttum tíma í Barðavoginn. Þetta er hugsað sem djammkvöld því er ætlast til að allir komi með vín með matnum og áfengi til eigin nota. Farið verður í bæinn fljótlega uppúr miðnætti. Allir spilastokkar verða gerðir upptækir um leið og þeir sjást. Það hafa allir sín hlutverk og mun ég senda hlutverkin á EMAIL til ykkar og vil ég biðja ykkur um að setja þau inn hér fyrir neðan sem fyrst svo að ég sé örugglega með þau réttu.

Auðvitað mæta allir í búningum sem eru viðeigandi og í karakter........

Kveðja Dögg

Hæbbs

Ætlaði bara að minna á mánaðarmótin.

Kv. ólöf birna

sunnudagur, janúar 30, 2005

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Á lífi

Já stelpur mínar...síðan er sko á lífi þessa dagana:o) Rosalega er ég ánægð með þetta.
Horfðuð þið á leikinn í gær...úfff þetta var sárt. Hvað eru þau á RÚV eiginlega að pæla að endursýna þennan leik!!! Var reyndar búin að láta alla vita að þeir myndu klúðra þessu og tapa....og hver hafði rétt fyrir sér!!! Fékk þónokkur högg á mig þegar ég var að lýsa leiknum fyrir heimamönnum í Jakaseli en ég stóð samt við mitt....ÞEIR SÖKKA FEITT. Sá þó einn sætan leikmann hjá Slóvökum en þar sem hann var farinn að skora svo oft þá var mér bara farið að finnast hann LJÓTUR...já hann varð bara ljótari og ljótari eftir hvert mark. Spurning hvort ég horfi á leikinn í kvöld...veit alveg hvernig hann endar :oS Ég man bara í þá gömlu góðu daga þegar þeir lentu í 4. sæti á heimsmeistaramótinu. Já þeir voru góðir ÞÁ...
Jæja skítt með boltann...á ekki að horfa á Batchelorette í kvöld!! Ég ætla pottþétt að horfa á hann í kvöld þó svo að ég viti hver hreppir hnossið:o) Spurning um að rölta út í Krónu og kaupa Pepsi Max á 99 kr og steikja svo hamborgara handa okkur Heiðu Björgu í kvöld...hafa svona kósý, Heiðu Björgu finnst það æði...myndi vilja hafa kósý á hverju kvöldi. Er nokkuð annað að gerast í kvöld???
Fer svo á minn fyrsta foreldrafund í fyrramálið...þá fær maður að vita hvernig daman er að standa sig í skólanum og fáum að vita úr einhverjum könnunum og læti sem var verið að prófa á þeim í vetur. Hlakka til að sjá útkomuna úr því.
Jæja ætla ekkert að vera að tefja ykkur neitt lengur...
Sjáumst skvísos

laugardagur, janúar 22, 2005

I can´t take my eyes of you

Jude Law og Julia Roberts voru að kyssast fyrir framan mig. Svindl.
Jæja, mig langaði að bera fram pínulitla kvörtun. Í gærkveldi fór ég á þorrablót með fólki sem er að meðaltali 10-15 árum eldri en við (ég var yngst, sú næsta var 31, svo 34 osfrv, sá elsti örugglega yfir sjötugt). Partýið var eitt það fjörugasta sem ég hef farið í í langan tíma. Enginn var hræddur við að skella í sig áfenginu og tjútta á dansgólfinu (stofugólfinu). Svo var farið út að reykja (ég reyndar sleppti því) því flestir voru djammreykjarar. Ég spyr því bara 'hvað er að verða um okkur sem djammgrúppu?´ Sá sjötugi (Bárður húsvörður) dansaði eins og við á okkar bestu djömmum fyrir nokkrum árum!!

  • Erum við orðnar of vanar því að umgangast hvora aðra?
  • Nennum við ekki að drekka lengur saman?
  • Þekkjumst við svo vel að áfengi er óþarft?
  • Erum við orðnar of passívar?
  • Erum við að þykjast að vera of gamlar?
  • Erum við orðnar leiðinlegar?

Ég trúi ekki öðru en að við höfum ennþá stuðið í okkur og vona að morðkvöldið muni enda sem alvöru stuðkvöld en ekki sem ljúfur saumaklúbbur.

Viva la stuð.

mánudagur, janúar 17, 2005

ég aftur...

já ég gleymdi svo alveg að minnast á annað sem við Ólöf vorum að ræða. Við vorum að spá í hvort við ættum ekki að hafa smá svona árshátíð. Allir að mæta voða fínir og fara út að borða eða bara elda eitthvað mjög gott. Ég gæti alveg tekið að mér að redda þessu og kannski ef einhver annar vill vera með mér í þessu...kannski bara þú Ólöf!!! Það væri svo gaman ef við kæmum allar/öll saman fín og sæt. En svo er ég auðvitað farin að hlakka til morðkvöldsins hjá Dögg. Verður það ekki fljótlega:o)
EN ENDILEGA KÍKIÐ Á SKRIFIN HÉR FYRIR NEÐAN...ALLIR NÚNA HELST Í GÆR hehehe

Sælar skvísur

Í raun hef ég svo sem ekkert að segja...Allavegana þá var ég að tjatta við hana Ólöfu í gær þar sem ég sá nú þessa fínu auglýsingu frá Icelandair, 36.900 til USA :o)....er í símanum núna að tala við Icelandair.....Sælar aftur. Ok var að ræða við eina í sölunni og hún sagði að vélarnar á þessum tíma væru að fyllast þannig að við þyrftum að fara að leggja inn pöntun ef við ætluðum að fá far. Verðið hjá þeim er sem sagt á bilinu 64.000-84.000...úfff. Og þessi netsmellur er ekki í gangi ef við ferðumst ekki á sama stað...þannig að .....ég spurði hana hvort það væri þá ekki bara hagstæðara fyrir okkur að panta þennan netsmell og taka svo flug frá Boston til Washington og jú jú það margborgar sig fyrir okkur :o) Hún tékkaði á flugi og það kostaði tæpar 4000 kr. Mér finnst það nú bara snilld. En ykkur!!! Og þetta er náttúrulega bara tilvalið ef Ólöf og Ruben fara út á undan okkur...þá geta þau bara hitt okkur á the airport og við lagt öll saman af stað:o) Hvernig hljómar þetta!!! Mér líst bara mjög vel á þetta

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Helgin!

  • Á morgun, föstudag, er stefnt á Sex and the city maraþon.
  • Á laugardaginn verður djamm eða eitthvað.
  • Hvað finnst ykkur?

Kjörið tækifæri til að hittast :)

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Hæ stelpur
Hvað er að frétta? Ég vildi bara tilkinna það að nú er ég loksins komin með almenninlegt net heim til mín svo kanski þið farið að heyra aðeins oftar í mér. Annars er búið að úthluta verkefni fyrir sýninguna, á sem sagt að gera nokkurs konar lest sem ferðast yfir áhorfendur áður en sýningin byrjar. Ég held að þetta verði bara allt í lagi kansksi ágætt að vita hvernig svona virkar fyrir framtíðina. Hvernig er svo veðrið hjá ykkur, hér er bara ekkta íslenskt... rigning og rok. Skemmtilegt að hafa þetta í lit ha... ég er bara að uppgötva ýmislegt!!
Ég læt heyra í mér fljótlega aftur.
Ásta

föstudagur, janúar 07, 2005

Köben!!!

Jæja nú er ég í Köben, nánar tiltekið á flugvellinum og er bæði að bíða eftir honum Jóa og svo eftir fluginu heim. Ég þurfti að taka flug klukkan 7:20 í morgun vegna þess að flugið sem Jói og landsliðið í handbolta átti bókað klukkan 10 var uppbókað þannig að ég er búin að vera að bíða á flugvellinum í rúma 3 tíma og enn á ég eftir að bíða í rúma 2 tíma í viðbót vegna þess að flugið til Íslands fer ekki fyrr en klukkan 13:20.....löng bið framundan. En sem betur fer uppgötvaði ég fyrir 5 mín. síðan að það er hægt að kaupa aðgang að þráðlausu interneti í 2 klst fyrir aðeins 50kr danskar (eða um 500 kall) þannig að auðvitað nýtir maður sér það og hangir bara á netinu á meðan maður er að bíða eftir fluginu. Hann Jói lendir eftir svona 10 mín., þá fer ég og fæ mér að borða og svo ætla ég bara aftur að hanga á netinu....hehehe!!

Annars er ég farin að hlakka mjög mikið til kvöldsins.....vona bara að við höldum það út að vaka eitthvað. Við vöknuðum klukkan 3 á íslenskum tíma í morgun til að ná flugrútunni til Gautaborgar þar sem ég tók flug til Köben, en þaðan flýg ég svo heim. ....og ég er alveg dauðuppgefin núna, og klukkan er bara 10:15 á íslenskum tíma.....huhhh!

Ætla ekki annars allir að mæta í kvöld í svakastuði??? Það er orðið mjög langt síðan að við hittumst öll síðast að maður er bara farinn að fá fráhvarfseinkenni....hehehe!!

Jæja hef þetta ekki lengra í bili, sjáumst á Íslandi í kvöld.

Kveðja Thelma og Jói.


mánudagur, janúar 03, 2005

Gleðilegt ár!

Hæ hó jibbý jey.. það eru komin mánaðarmót.... Kjörbók kjörbók.

Nóg um svona leiðinlega vitleysu og í aðra mun skemmtilegri. Á föstudaginn verður dinnerklöbb a la Ruben (og Ólöf en ég virðist bara fá engu ráðið lengur) sem um leið verður einhvers konar innflutnings-kveðjupartý. Ásta er jú að hverfa enn og aftur af landi brott á sunnudaginn og því verða allir að mæta með pakka til mín (olof) og knús fyrir Ástu. Þetta verður djamm í boði ykkar allra þannig að um að gera að mæta með breezerinn eða bjórinn eða eitthvað annað.
OG ÞAÐ ÞÝÐIR EKKI AÐ SOFNA! (þessu beini ég til allra, m.a. sjálfrar mín)
Heyrumst.
kv. ólöf

laugardagur, janúar 01, 2005

Gleðilegt ár

Hæ hæ
Ég skrifa hérna úr sveitinni núna, við höfum það bara alveg ljómandi gott. Auðvitað búin að borða á okkur gat, hvað annað. Hér er allt á kafi í snjó, við þurfum að geyma bílinn okkar uppi á vegi vegna skafla á planinu og vaða svo snjóskaflana upp að hnjám. Áramótin í ár voru dálítið öðruvísi en ég er vön, fyrir utan það að nú er komið lítið kríli þá var mjög skrítið að sjá fyrst bara sína eigin flugelda og þegar þeir allir voru búnir beið maður og vonaði að sjá einhverja rakettu í loftinu. Svo loksins þegar maður sá eina rakettu voru voða fagnaðarlæti og svo beið maður eftir þeirri næstu o.s.frv. Já þetta var ekki eins og í bænum að maður hefur ekki við að líta í kringum sig til þess að missa ekki af neinu sem er reyndar vonlaust því það er engin leið að sjá allt og fyrir utan það þá týnast manns eigin flugeldar í öllu flugeldahafinu á himninum.
Í dag er dagurinn búin að vera algjör letidagur eins og hjá flestum á nýársdegi og svo er bara að leggja af stað suður á snemma í fyrramálið að því að við eigum að vera mætt í jólaboð á Eyrarbakka kl. 14.
En að lokum segi ég bara gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.
kveðja Bryndís