Jæja skvísur þá er ég komin með sumarvinnu. Vá hvað mér líður vel. Fékk vinnu hjá Lalla frænda (Landsvirkjun). Verð á sýningunni sem við kíktum á í óvissuferðinni en í ár verða BELJUMYNDIRNAR frægu. Þær voru fyrir norðan í fyrra en verða hjá mér í sumar. Endilega skellið ykkur í smá bíltúr til mín í sumar .
Jæja er svo hinn langþráði matarklúbbur hjá Thelmu 8. febrúar er það ekki annars. En hvað segirðu Elsa, kemstu ekki í mat, eins og þú ert búin að suða um þetta
. Vá hvað ég ætla að splæsa á mig einu grilli í sumar...maður er bara komin í grillfílínginn núna
.
Hlakka til að sjá ykkur í gokartinu hehee. Ætli þið verðið eins góðar og þessi .
Adios skvísos
miðvikudagur, mars 30, 2005
Sumarvinna JÍHA
Birt af Nafnlaus kl. 3:59 e.h. |
sunnudagur, mars 20, 2005
Hæ hó og jibbý jei það er að koma árshátíð !!!!
Jæja fundurinn í gærkvöldi gekk alveg ljómandi vel. Það vantaði sko ekki hugmyndirnar hjá okkur. Það var margt annað ákveðið heldur en þessi árshátíð t.d. hvað við ætlum að vera dugleg í sumar að fara í göngutúra og næsta vetur ætlum við að draga alla strákana með okkur á samkvæmisdansnámskeið og svo ætlum við í bústað einhvern tímann saman. Þannig að það verður nóg að gera hjá okkur á næstunni ;)
Jæja ef ég sný mér að árshátíðinni aftur þá er planið þannig að byrja daginn snemma en þó getum við víst ekki farið fyrr en í fyrsta lagi hálf eitt af því að ég er víst í skólanum. Við ætlum að halda á Suðurnesin, fara í gokart og keyra svo eitthvað þarna um svæðið og fá okkur ís og fara kannski í göngutúr hjá Reykjanesvita. Við verðum nú svoldið líka að fara eftir veðrinu. Við ætlum svo að slaka á í Bláa lóninu. Eftir það ætlum við að hafa okkur til fyrir kvöldið heima hjá Dögg og fara svo út að borða á Austur Indíafélaginu. Kvöldið ætlum við svo að enda heima hjá Elsu og Fjalari og halda einskonar kveðjupartý fyrir íbúðina þeirra. Hvernig líst ykkur á þetta?? Kveðja Bryndís
Birt af Ólöf kl. 10:28 f.h. |
fimmtudagur, mars 17, 2005
Samantekt ferðafundar
Halló hér kemur niðurstaða fundar
Gisting:
Ruben stefnir að því að tala við hótel í kvöld og reyna að fá einhver díl fyrir okkur. Hann mun gefa upp 2 verð annað fyrir 2 í herbergi og hitt fyrir 4 í herbergi. Allir verða svo að taka afstöðu til þess hvernig þessu verður háttað og þeir sem velja að verða einir í herbergi borga að sjálfsögðu sjálfir allan aukakostnað sem af því hlýst. Boston og montreal eru ódýrustu gististaðirnir en hinir dýrari.
Ferðatilhögun:
2. ágúst: flogið til washington og gist þar
3. ágúst: gist í washington
4. ágúst: farið til Atlanta og gist þar, förum í casino og borðum á hlaðborði
5. ágúst: keyrt til new york og gist þar
6. NY förum á sýningu á broadway og borðum á fínum veitingarstað,
7. NY
8. Six flags, gistum svo í NY og um kvöldið stefnt að því að allir hvíli sig. Daginn eftir er löng keyrsla
9. Keyrt til monteral og gist þar
10. monteral, Grímur á afmæli
11. Keyrt til Boston og gistum þar þar sem eftir er af ferðinni, sameiginleg afmælisveisla Gríms og Elsu. Strákarnir fara og láta sauma á sig jakkaföt
12. Boston, Elsa á afmæli
13. Boston
14. Boston
15. Boston, förum á ströndina
16. Boston, fljúgum heim
Hugmyndir sem þarf að hrinda í framkvæmd:
1) Þegar við erumí New York fá stelpurnar hálfan dag í Sex and the city dag, skoðum manolo skó og drekkum cosmopolitan
2) Í Boston verslum við í outlettum, mögulega keyrum til Maine
3)Tónleikar. reynum að komast eitthvað kvöldið á tónleika, það er verið að vinna í því
4)Leiksýning á broadway
5) Ferð á Metropolitan safnið í NY
6) Go kart kappakstur milli hópsins í Boston
7) River rafting í kanada
8) Golf eða mini golf einhvern daginn
9) Paintball í Boston
10) Kanóferð í gegnum borgina
Grunnreglur:
1) vegna plássleysis í bílum er mælst til þess að allir bíði með að versla "stórinnkaupin" þar til í seinni vikunni
2) Á hverjum degi verður morgunverðarfundur þar sem allir mæta á fyrirfram ákveðnum tíma og farið yfir plön dagsins. Ef einhver vill sleppa úr einhverju og gera eitthvað annað þá er viðkomandi það frjálst. Það þurfa ekki allir að gera allt eins
3) Hver má mæta út með eina mjúka íþróttatösku með farangri til að auðveldara sé að þjappa í bílinn og eins lítinn handfarangur og mögulegt er.
Fyrir næsta fund:
1) Allir að athuga og endurnýja vegabréf ef þarf. Muna að það þarf segulrönd að vera í vegabréfinu til að komast til USA.
2) Bílstjórarnir fjórir þurfa að vera með alþjóðlegt ökuskírteini, ekki nóg að vera bara með þessi nýju heldur þarf þýtt plagg að fylgja með því
3) Fjalar stofnar kreditkortareikning fyrir hópinn, stefnt á fyrirframgreitt kort sem við tæmum reikninginn inn á og borgum bensín og hótel af honum
Varðandi ferðareikning:
Vegna þess að gistingin er væntanlega aðeins dýrari en við gerðum ráð fyrir var ákveðið að borga 15 þúsund krónum meira inn á sameiginlega reikninginn og verða allir að vera búnir að borga fyrir 1 júlí
Næsti fundur er miðvikudaginn 6 apríl kl 20 hjá Rúnari og Bryndísi
Kveðja Dögg (ritari hópsins)
Birt af Ólöf kl. 9:44 f.h. |
þriðjudagur, mars 15, 2005
Ferðafundur !!!!
Hæ hæ
Ég vil bara minna á við ætlum að hittst á miðvikudaginn 16. mars kl. 20:00 heima hjá okkur Rúnari. Það þarf að ræða ýmsa hluti tengda Bostonferðinni og þar á meðal um gististaði.
Endilega allir að mæta og Thelma og Jói þið eruð auðvitað velkomin ef þið hafið einhvern áhuga.
Við sjáumst bara vonandi öll hress og kát.
Kær kveðja Bryndís hákur nr. 2
Birt af Ólöf kl. 12:32 f.h. |
mánudagur, mars 14, 2005
Árshátíð : )
Sælar stúlkur.
Eigum við ekki að mæla okkur mót einhvern tíman á næstunni og byrja að plana árshátíðina okkar?! Sérstaklega ef við ætlum okkur að ráða einhverju í skipulagningunni, svona áður en strákarnir panta hótelsvítu, limmó og bryta! : ) Var fólk sammála um að fara út að borða á Austur Indíafélagið? Við þyrftum eiginlega að hittast áður en við og Ólöf förum út er það ekki? Ég er allavega orðin voða spennt ; ) Já og hverjir eiga svo að hafa matarklúbb næst? Eru það við eða Thelma og Jói? Ég er alveg orðin rugluð á röðinni eins og vanalega.
Kv. Elsa
Birt af Elsa kl. 10:57 f.h. |
föstudagur, mars 11, 2005
Sælar stelpur og.....
takk fyrir síðast. Ég vil nota tækifærið og þakka kærlega fyrir dömuna. Þetta var ekkert smá sem hún fékk í gjafir. Þúsund þakkir. Svo vil ég líka biðjast afsökunar á því að hafa hent ykkur út, það var alls ekki á planinu . Á endanum fór kvöldið þannig hjá mér að ég var hringjandi í Dögg (sem ég vil þakka kærlega fyrir að vera svona frábær vinkona, þið eruð það nú allar en þarna var hún alveg hreint frábærust) og vælandi í henni. Endaði svo á bráðamóttöku og var þar um nóttina. Þvílíkar kvalir hef ég aldrei kynnst og ég vona að ég eigi aldrei eftir að finna svona til aftur. Eftir skemmtilegar skoðanir kom í ljós að líklega hefði þetta verið blaðra við vinstri eggjastokkinn sem hefði sprungið og því fylgja þvílíkar kvalir. Hélt að ég væri með rosa hátt sársaukastig en úffffffffff......ég veit ekki. Maturinn fór líka alveg til spillis...fór sömu leið út úr mér og hann fór ofan í mig. Það var sama hvað ég setti ofan í mig það fór strax aftur upp, þar á meðal nokkrar verkjatöflur, sem fyrir vikið virkuðu ekki eins vel
. En annars er ég öll að hressast. Finn aðeins fyrir verkjum þegar áhrif verkjataflanna er að minnka en ég fer að verða fín.
Annars þakka ég ykkur bara kærlega fyrir skemmtunina á miðvikudaginn
Bless í bili
Birt af Nafnlaus kl. 11:11 f.h. |
þriðjudagur, mars 08, 2005
Endanlegar upplýsingar um miðakaup
Jæja sagan heldur áfram
Ruben er búin að standa sig frábærlega í skipulagsmálum. Nú er búið að ákveða að allir geti borgað hver fyrir sig með sínum kreditkortum og er hægt að tala við hvaða sölufulltrúa sem er hjá flugleiðum. Bílaleigan er borguð með flugmiðanum sem sé 76 þúsund krónur allt í allt. Við getum þá notað reikninginn til að borga gistingu, bensín osfrv.
Hjá flugleiðum er okkur skipt í tvo hópa:
Hópur eitt: Grímur, Bryndís , Rúnar, Dögg og Sigurveig eru bókuð undir númerinu Z5KAAY, nafnið er Bjarnason/Grímur MR 02AUG KEF BWI
Hópur 2: Fjalar, Elsa, Ásta, Ruben og Ólöf eru bókuð undir númerinu Z5KM60, nafnið er Jóhannson/ Fjalar MR 02 AUG BWI
Þið þurfið að gefa upp þessi númer þegar þið borgið. Það eru skráðir tveir bílstjórar Rúnar og Ruben en við erum búin að borga fyrir fjóra og á að vera lítið mál að bæta því við er við komum út., þetta er eitthvað tölvuskránigar mál.
Nú vil ég að allir kommenteri að þeir hafi séð þetta blogg og hvenær búið er að hafa samband við flugleiðir svo við Ruben séum með þetta allt á hreinu, við förum nú í að finna gististaði. Þegar við hittumst á morgun hjá Sigurveigu á morgun getum við rætt þetta betur og Ásta þú verður að vera búin að downlóda þessu forriti sem Ruben var að segja þér frá svo þú getir tekið þátt í einhverjum fundum.
Dögg
Birt af Ólöf kl. 6:38 e.h. |
mánudagur, mars 07, 2005
Ferðasagan heldur áfram
Hæ allir
Nú þegar Ruben er búinn að redda flugi og bíl þurfum við að staðfesta og það er að sjálfsögðu bara gert með peningum. Bílaleigubíllinn verður greiddur af ferðareikningum. Bílstjórar eru 'olöf, Ruben, Rúnar og Sigurveig.
Flugið þarf hver og einn að greiða og langhenntugast að gera það með kreditkortum til að fá ferðatrygginguna. Sú sem sér um ferðina fyrir okkur er ekki í vinnu í dag mánudag. Best væri ef allir gætu emailað kreditkortanúmer og dagsetninguna sem kortið er gilt til annað hvort á mig eða á Ruben og við gætum svo tekið þetta saman og komið til hennar.
Langbest væri ef allir gætu gert þetta strax í dag svo við Ruben getum klárað málið á morgun og farið að einbeita okkur að gististöðum.
Kveðja Dögg ( og Ruben)
Birt af Ólöf kl. 1:33 e.h. |
laugardagur, mars 05, 2005
AFMÆLISMATARKLÚBBUR
Sælar skvísur. Jæja þá er það afmælisboðið. Ykkur er hér með öllum boðið í afmælismat miðvikudaginn 9. mars 2005 kl 18-18:30. Spurning hvort ég eigi að geyma eitthvað smá handa Ástu . Við sjáum nú samt til með það. Allavegana þá er það á miðvikudaginn kl: 18-18:30 sem er mæting. Vona að ég sjái sem flesta.
Birt af Nafnlaus kl. 7:08 e.h. |
þriðjudagur, mars 01, 2005
Oft er þörf en nú er nauðsyn
Sumarið nálgast óðum.....
og við verðum nauðsynlega að fara að taka ákvörðun um miðakaup til bandaríkjanna. Þetta er háanna tími og flugvélar óðum að fyllast og heimildarmaður minn segir mér að ekki sé hægt að ætlast til að fá ódyrari miða út en um 50 - 60 þúsund á manninn amk frá Íslandi. Nú er víst búið að setja niður planið um ferðina, hvert við ætlum að fara og vera hvað lengi hvar og hitt ætti að vera lítið mál að klára. Hér með auglýsi ég eftir 1) Betri tilboðum en þeim sem Sigurveig er búin að kynna 2) Ákvörðun um það hvort við eigum að taka því tilboði 3) Dagsetningu á flugið út og til baka og það sem er mikilvægast af öllum 4) Ætla ekki allir sem áður voru búnir að boða komu að koma með.
Það er rosalega auðvelt í önnum vetursins þegar maður er svakalega þreyttur og mikið að gera að ýta sumarfrísplönum á undan sér. Ennnn þegar við erum komin í sumarfrí verður svo rosalega gott að vera búin að klára þetta og geta bara slappað af og sest upp í flugvél. Ég bíð mig fram til að hjálpa til við þessa skipulagningu nú þegar ég hef fengið líf mitt aftur frá spítalanum í bili. Óska eftir svörum frá öllum og það strax....... Stefnum á fund á kaffihúsi á föstudag eftir vinnu til að taka endanlega ákvörðun.
kveðja Dögg
Birt af Ólöf kl. 10:18 e.h. |
Jæja
Ég eins og Elsa er ros aupptekin þessa dagana svo ég get líka bara skrifað stutt en.....en verð þó að segja fréttirnar....ÉG á ekkert líf!!! þetta verður mjög erfið vika, eða tvær því sýningin byrjar í næstu viku. Ég verð semsagt að vera í leikhúsinu frá 9-6 alla helgina og vera í skólanum til 9 öll kvöld þessa viku og svo vera í leikhúsinu alla næstu viku að stjórna lestinni. Verð örugglega með rosa vöðva stælta hægri hendi....ohhh ég á svo bágt, hjálp.
Birt af Ólöf kl. 9:23 e.h. |