mánudagur, mars 07, 2005

Ferðasagan heldur áfram

Hæ allir

Nú þegar Ruben er búinn að redda flugi og bíl þurfum við að staðfesta og það er að sjálfsögðu bara gert með peningum. Bílaleigubíllinn verður greiddur af ferðareikningum. Bílstjórar eru 'olöf, Ruben, Rúnar og Sigurveig.

Flugið þarf hver og einn að greiða og langhenntugast að gera það með kreditkortum til að fá ferðatrygginguna. Sú sem sér um ferðina fyrir okkur er ekki í vinnu í dag mánudag. Best væri ef allir gætu emailað kreditkortanúmer og dagsetninguna sem kortið er gilt til annað hvort á mig eða á Ruben og við gætum svo tekið þetta saman og komið til hennar.

Langbest væri ef allir gætu gert þetta strax í dag svo við Ruben getum klárað málið á morgun og farið að einbeita okkur að gististöðum.

Kveðja Dögg ( og Ruben)