takk fyrir síðast. Ég vil nota tækifærið og þakka kærlega fyrir dömuna. Þetta var ekkert smá sem hún fékk í gjafir. Þúsund þakkir. Svo vil ég líka biðjast afsökunar á því að hafa hent ykkur út, það var alls ekki á planinu . Á endanum fór kvöldið þannig hjá mér að ég var hringjandi í Dögg (sem ég vil þakka kærlega fyrir að vera svona frábær vinkona, þið eruð það nú allar en þarna var hún alveg hreint frábærust) og vælandi í henni. Endaði svo á bráðamóttöku og var þar um nóttina. Þvílíkar kvalir hef ég aldrei kynnst og ég vona að ég eigi aldrei eftir að finna svona til aftur. Eftir skemmtilegar skoðanir kom í ljós að líklega hefði þetta verið blaðra við vinstri eggjastokkinn sem hefði sprungið og því fylgja þvílíkar kvalir. Hélt að ég væri með rosa hátt sársaukastig en úffffffffff......ég veit ekki. Maturinn fór líka alveg til spillis...fór sömu leið út úr mér og hann fór ofan í mig. Það var sama hvað ég setti ofan í mig það fór strax aftur upp, þar á meðal nokkrar verkjatöflur, sem fyrir vikið virkuðu ekki eins vel
. En annars er ég öll að hressast. Finn aðeins fyrir verkjum þegar áhrif verkjataflanna er að minnka en ég fer að verða fín.
Annars þakka ég ykkur bara kærlega fyrir skemmtunina á miðvikudaginn
Bless í bili
föstudagur, mars 11, 2005
Sælar stelpur og.....
Birt af Nafnlaus kl. 11:11 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|