sunnudagur, mars 20, 2005

Hæ hó og jibbý jei það er að koma árshátíð !!!!

Jæja fundurinn í gærkvöldi gekk alveg ljómandi vel. Það vantaði sko ekki hugmyndirnar hjá okkur. Það var margt annað ákveðið heldur en þessi árshátíð t.d. hvað við ætlum að vera dugleg í sumar að fara í göngutúra og næsta vetur ætlum við að draga alla strákana með okkur á samkvæmisdansnámskeið og svo ætlum við í bústað einhvern tímann saman. Þannig að það verður nóg að gera hjá okkur á næstunni ;)
Jæja ef ég sný mér að árshátíðinni aftur þá er planið þannig að byrja daginn snemma en þó getum við víst ekki farið fyrr en í fyrsta lagi hálf eitt af því að ég er víst í skólanum. Við ætlum að halda á Suðurnesin, fara í gokart og keyra svo eitthvað þarna um svæðið og fá okkur ís og fara kannski í göngutúr hjá Reykjanesvita. Við verðum nú svoldið líka að fara eftir veðrinu. Við ætlum svo að slaka á í Bláa lóninu. Eftir það ætlum við að hafa okkur til fyrir kvöldið heima hjá Dögg og fara svo út að borða á Austur Indíafélaginu. Kvöldið ætlum við svo að enda heima hjá Elsu og Fjalari og halda einskonar kveðjupartý fyrir íbúðina þeirra. Hvernig líst ykkur á þetta?? Kveðja Bryndís