fimmtudagur, mars 17, 2005

Samantekt ferðafundar

Halló hér kemur niðurstaða fundar

Gisting:
Ruben stefnir að því að tala við hótel í kvöld og reyna að fá einhver díl fyrir okkur. Hann mun gefa upp 2 verð annað fyrir 2 í herbergi og hitt fyrir 4 í herbergi. Allir verða svo að taka afstöðu til þess hvernig þessu verður háttað og þeir sem velja að verða einir í herbergi borga að sjálfsögðu sjálfir allan aukakostnað sem af því hlýst. Boston og montreal eru ódýrustu gististaðirnir en hinir dýrari.

Ferðatilhögun:
2. ágúst: flogið til washington og gist þar
3. ágúst: gist í washington
4. ágúst: farið til Atlanta og gist þar, förum í casino og borðum á hlaðborði
5. ágúst: keyrt til new york og gist þar
6. NY förum á sýningu á broadway og borðum á fínum veitingarstað,
7. NY
8. Six flags, gistum svo í NY og um kvöldið stefnt að því að allir hvíli sig. Daginn eftir er löng keyrsla
9. Keyrt til monteral og gist þar
10. monteral, Grímur á afmæli
11. Keyrt til Boston og gistum þar þar sem eftir er af ferðinni, sameiginleg afmælisveisla Gríms og Elsu. Strákarnir fara og láta sauma á sig jakkaföt
12. Boston, Elsa á afmæli
13. Boston
14. Boston
15. Boston, förum á ströndina
16. Boston, fljúgum heim

Hugmyndir sem þarf að hrinda í framkvæmd:
1) Þegar við erumí New York fá stelpurnar hálfan dag í Sex and the city dag, skoðum manolo skó og drekkum cosmopolitan
2) Í Boston verslum við í outlettum, mögulega keyrum til Maine
3)Tónleikar. reynum að komast eitthvað kvöldið á tónleika, það er verið að vinna í því
4)Leiksýning á broadway
5) Ferð á Metropolitan safnið í NY
6) Go kart kappakstur milli hópsins í Boston
7) River rafting í kanada
8) Golf eða mini golf einhvern daginn
9) Paintball í Boston
10) Kanóferð í gegnum borgina

Grunnreglur:

1) vegna plássleysis í bílum er mælst til þess að allir bíði með að versla "stórinnkaupin" þar til í seinni vikunni
2) Á hverjum degi verður morgunverðarfundur þar sem allir mæta á fyrirfram ákveðnum tíma og farið yfir plön dagsins. Ef einhver vill sleppa úr einhverju og gera eitthvað annað þá er viðkomandi það frjálst. Það þurfa ekki allir að gera allt eins
3) Hver má mæta út með eina mjúka íþróttatösku með farangri til að auðveldara sé að þjappa í bílinn og eins lítinn handfarangur og mögulegt er.

Fyrir næsta fund:

1) Allir að athuga og endurnýja vegabréf ef þarf. Muna að það þarf segulrönd að vera í vegabréfinu til að komast til USA.
2) Bílstjórarnir fjórir þurfa að vera með alþjóðlegt ökuskírteini, ekki nóg að vera bara með þessi nýju heldur þarf þýtt plagg að fylgja með því
3) Fjalar stofnar kreditkortareikning fyrir hópinn, stefnt á fyrirframgreitt kort sem við tæmum reikninginn inn á og borgum bensín og hótel af honum

Varðandi ferðareikning:

Vegna þess að gistingin er væntanlega aðeins dýrari en við gerðum ráð fyrir var ákveðið að borga 15 þúsund krónum meira inn á sameiginlega reikninginn og verða allir að vera búnir að borga fyrir 1 júlí

Næsti fundur er miðvikudaginn 6 apríl kl 20 hjá Rúnari og Bryndísi

Kveðja Dögg (ritari hópsins)