Sumarið nálgast óðum.....
og við verðum nauðsynlega að fara að taka ákvörðun um miðakaup til bandaríkjanna. Þetta er háanna tími og flugvélar óðum að fyllast og heimildarmaður minn segir mér að ekki sé hægt að ætlast til að fá ódyrari miða út en um 50 - 60 þúsund á manninn amk frá Íslandi. Nú er víst búið að setja niður planið um ferðina, hvert við ætlum að fara og vera hvað lengi hvar og hitt ætti að vera lítið mál að klára. Hér með auglýsi ég eftir 1) Betri tilboðum en þeim sem Sigurveig er búin að kynna 2) Ákvörðun um það hvort við eigum að taka því tilboði 3) Dagsetningu á flugið út og til baka og það sem er mikilvægast af öllum 4) Ætla ekki allir sem áður voru búnir að boða komu að koma með.
Það er rosalega auðvelt í önnum vetursins þegar maður er svakalega þreyttur og mikið að gera að ýta sumarfrísplönum á undan sér. Ennnn þegar við erum komin í sumarfrí verður svo rosalega gott að vera búin að klára þetta og geta bara slappað af og sest upp í flugvél. Ég bíð mig fram til að hjálpa til við þessa skipulagningu nú þegar ég hef fengið líf mitt aftur frá spítalanum í bili. Óska eftir svörum frá öllum og það strax....... Stefnum á fund á kaffihúsi á föstudag eftir vinnu til að taka endanlega ákvörðun.
kveðja Dögg
þriðjudagur, mars 01, 2005
Oft er þörf en nú er nauðsyn
Birt af Ólöf kl. 10:18 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|