Ohhh... ég veit það á eftir að koma risa bil hér á undan og kanski að eftir líka. Það kemur alltaf þegar ég blogga í vinnunni : (
En þetta er frábært, þá höfum við föndur og matarklúbb á laugardaginn : ) En hvað segiði, eigum við ekki að hittast bara snemma þ.a við getum verið búnar um kl. 17 og þá getum við farið að elda og þið farið heim með skrautið ykkar fína? Kanski bara um eittleytið? Svo getum við fengið okkur jólaöl og smákökur ofl til að koma okkur í jólaskap ; ) Eigum við, sem ætlum að kaupa okkur föndur, þá að hittast kanski á fös eftir vinnu í föndurbúð? Vei vei vei, ég hlakka svo til : ) |
miðvikudagur, nóvember 24, 2004
Þá-er-það-ákveðið : )
Birt af Elsa kl. 8:30 f.h. |
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Matarklúbbur og föndur
Laugardagurinn hentar vel fyrir mig og Rúnar, við ætlum að fara vestur einhverja helgina fyrir jól þannig að það er fínt að matarklúbburinn sé þessa helgi og jafnvel föndrið líka. Ég er komin í svo mikið jólaskap að ég vil endilega fara að föndra sem fyrst. Ég hlakka bara til að hitta ykkur öll þá
kveðja Bryndís
Birt af Ólöf kl. 4:29 e.h. |
Laugardagurinn...
... hentar mér ágætlega. Einnig held ég að Ruben sé ekkert að gera það kvöldið.
Varðandi jólaföndur þá er ég laus eins og er allar helgarnar í desember. Reyndar er laufabrauð einhvern sunnudaginn (man ekki návæmlega hvaða sunnudag) þannig að ég er allaveganna laus alla laugardagana í des. Það gæti þó breyst því ég held að það verði eitthvað gert í vinnunni einhverja helgina. Heyrist það svona á öllum.
Reynum að finna dag
kv. ólöf
Birt af Ólöf kl. 2:49 e.h. |
Vá hvað það vantar að hafa commentið núna...
Sælar skvísur. Var að spá í hvort við gætum ekki föndrað sömu helgi og maturinn verður. Það er eiginlega besta helgin fyrir mig...prófin sko ;o)
Annars hentar helgin bara fínt...Heiða Björg hjá pabba sínum og ég bara laus og liðug.
Hlakka til að smakka á kræsingunum :o)
Birt af Nafnlaus kl. 2:28 e.h. |
mánudagur, nóvember 22, 2004
Laugardagurinn?
Hola.
Hvernig hentar laugardagurinn 27. nóvember fyrir matarklúbb??? Er einhver bissý þá?
Ég var að klára aðventukransinn minn áðan, er agalega stolt af honum þ.a hann verður hafður til skrauts í matarklúbbnum þó það sé ekki komin aðventa : ) En viljið þið hafa jólaföndrið um helgi eða á virkum degi? Mér er alveg sama. Allavega getum við ekki haft það síðustu 2 helgarnar fyrir jól því þá komumst við Dögg ekki.
Birt af Elsa kl. 7:44 e.h. |
Matarklúbbur
Hæ
Það vantar að vísu mig í contributors listann Ólöf, nema að þú viljir að ég hætti að skrifa hehehe...
Föstudagurinn henntar ekki vel fyrir mig og Grím, erum að fara á eitthvern hjartadag á vegum vinnunnar, aðrir dagar um helgina eru fínir.
Ég er byrjuð að föndra jóladagatal sem ég ætla að klára í vikunni og svo er ég auðvitað í kortunum líka. Varðandi skipulagningu á jólaföndri þá er ég alveg til í verslunarferð en má ég biðja um að allt jólastand verði ekki helgina 10 til 12 des því þá er ég að vinna..... annars er ég búin að vera voða dugleg að losa mig við vaktir í desember svo ég geti verið sem mest að jólast
Dögg
Birt af Ólöf kl. 4:47 e.h. |
Matarklúbbur : ) - taka 3
Hellú.
Ohhh, ég var búin að skrifa blogg sem hvarf svo og síðan reyndi ég aftur og þá kom alltaf RISA bil á undan blogginu þ.a ég fór í fýlu í nokkra klukkutíma. En vona að þetta verði í lagi. Hmm... hvað ætlaði ég aftur að segja....? Já, í fyrsta lagi vildi ég segja að mér finnst síðan orðin gasalega fín. Flott að hafa e-ð svona template, þetta er rosa professional eitthvað : ) Svo var það matarklúbbur en við Fjalar erum víst næst í röðinni. Hvernig hentar föstudagurinn 26. nóvember???
Svo talaði ég við Ástu um daginn, hún kemur heim um kvöldið 16. desember sem þýðir að ég get hitt hana í London : ) Jibbý, ég hlakka rosalega til þess. Ég komst í rosa jólaskap um helgina, aðallega vegna þessa að ég föndraði þennan fína aðventukrans og fór bæði í garðheima og blómaval og keypti meira að segja eina jólagjöf. Svo elduðum við Þórey og Inga Lilý hlussu kalkún á lau með öllu tilheyrandi fyrir spatúlur og hitasveppi. Rosa gaman. En eigum við ekki að fara að kaupa e-ð föndur fyrir föndurklúbbinn og ákv. hvenær hann á að vera? Gott að hafa smá fyrirvara þannig að við séum allar lausar.
Kv. Elsa
Birt af Elsa kl. 3:10 e.h. |
sunnudagur, nóvember 21, 2004
Hey, allt gamla bloggið er komið aftur. Þetta er sem sagt allt að koma. Á enn eftir að setja inn kommentin líkt og þið væntanlega hafið tekið eftir. Ef að frændi þinn, síró, á einhver flott templöt þá má hann endilega breyta okkar, ef allir samþykkja.
Hvenær er svo næsti matarklúbbur?
kv.ólof
Birt af Ólöf kl. 4:53 e.h. |
laugardagur, nóvember 20, 2004
....
Ólöf...ég held að þetta sé barasta allt þínu fikti að kenna ;o) Hann var ekki kominn með lykilorðið til þess að komast inná síðuna þannig að ég STÓREFAST um að hann hafi verið að fikta. Þetta gengur annars alveg ágætlega hjá þér.
Hvernig var Bridget annars!!! Hlakka til að komast á myndina
Tjá for náv
Birt af Nafnlaus kl. 6:08 e.h. |
föstudagur, nóvember 19, 2004
sælar
Ég var að velta því fyrir mér hvort breytingarnar á síðunni hafi komið til vegna fikts hjá mér eða hvort frændi þinn, Sigurveig, breytti henni? Er ekki alveg viss hvort ég klúðraði fiktinu en allaveganna, hvort sem þetta var ég (úbbs) eða einhver annar þá mun ég koma commentinu inn aftur þegar ég kem heim í dag.
Er alveg að verða búin í vinnunni eftir strembna viku. Djöh verður síðan fínt að sofa út á morgun. Langar helst að fara í Smáralindina að versla mér föt en efast um að fjárhagurinn leyfi það.
Minni enn og aftur á kjörbókina. Svo er spurning um að negla niður dagsetningu fyrir föndrið okkar þar sem það líður senn að jólatíð.
Viva la föndur og kjörbók.
kv. ólöf
Birt af Ólöf kl. 1:57 e.h. |
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
Hæ hó
Jæja skvísur. Kominn tími til að ég bloggi smá. Ég verð nú bara að segja að mér finnst soldið snemmt að það sé byrjað að spila jólalög á fullu í útvarpinu. Það er meira að segja farið að spila "jólalegustu" jólalögin sem manni finnst bara að eigi að spila rétt fyrir jólin. Reyndar komst ég í soldið jólaskap þegar snjórinn kom, finnst æði að hafa þennan snjó : ) en það mætti samt geyma jólalögin allavega fram í aðventu. Eigum við svo ekki að fara í föndurleiðangur við tækifæri fyrir föndurklúbbinn? Ég væri til í að mála e-ð trédót, mér finnst það alltaf jafn gaman. Eða bara eitthvað sniðugt. Hver á annars að halda des föndurklúbb?
Annars erum við Fjalar búin að bóka flug og panta hótel í London : ) Hann er að fara á námskeið og ég ætla að skella mér með. Við förum 13. des og komum aftur 19. des. Þ.a það er eins gott að vera búin að öllu jólastússi fyrir þann tíma, nema kanski að kaupa nokkrar jólagjafir. Ég verð nú að hafa eitthvað fyrir stafni á meðan hann er á námskeiðinu ; ) Ég er að vona að Ásta verði ennþá úti á þessum tíma, það væri æði. Yfir og út. |
Birt af Elsa kl. 3:31 e.h. |
sunnudagur, nóvember 14, 2004
Myndir
Sælar skvísur. Jæja nú væri gott að fá einhverjar flottar myndir af ykkur. Veit að þið verðið ekki í erfiðleikum með að finna slíkar myndir :o) Ástæðan er sú að ég er búin að biðja Hreiðar frænda um að útbúa nýtt lúkk á síðuna okkar. Rosa góður frændi maður...
En ef þið eruð á móti því þá bara getum við reynt við þetta sjálfar :o)
Tjá for náv
Birt af Nafnlaus kl. 11:13 e.h. |
föstudagur, nóvember 12, 2004
Svartur dagur hjá kennurum
Í dag hef ég sannfærst um að lýðræði á Íslandi er fótum troðið. Verkfallsréttur kennara er dauður og kúgunarrétti ríkisins hampað sem aldrei fyrr. Hvert stefnir þetta allt saman?
Ég gæti haldið hér langa tölu um atburði dagsins en læt það vera. Eitt er þó víst, kennarar munu ekki taka þegjandi og hljóðalaust við útkomu dagsins. Engan veginn.
En annars. Hvað á að gera í kvöld? Bíó? Vídeó? Ég er til í allt sem kemur manni í gott skap.
kv. ólöf
Birt af Ólöf kl. 2:04 e.h. |
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
Leidís
Birt af Ólöf kl. 2:41 e.h. |
Hún á afmæli í dag...
Haldiði að litla örverpið sé ekki bara orðið 17 ára. Jújú og við erum að fara að sækja ökuskírteinið í hádeginu. Var svo búin að lofa því að hún fengi að keyra heim...spurning um að skipta um bíl áður en ég skutla henni hehehe. Verð svo með mat í kvöld sem afmælisbarnið fékk að velja sjálft og svo ætla ég að búa til bílaköku ;o)
Jæja ætla að skunda út í búð núna.
Tjá bella
Birt af Nafnlaus kl. 10:55 f.h. |
mánudagur, nóvember 08, 2004
saltkjöt og baunir...túkall hehehehe
Jæja skvísur er ekkert að frétta!!! Það er nú reyndar ekkert að frétta svosem af mér. Jújú hvaða vitleysa, keypti mér þennan fína prentara í gær þannig að ég er bara búin að sitja fyrir framan tölvuna og drita út óprentuðum glósum :o) Ég er orðin svo tæknileg að það hálfa væri yfirdrifið nóg.
Greyið litla Ólöf mín...verður komin í rosa þunglyndi rétt fyrir jól vegna verkfalls uss uss uss....Ég veit hvað við stelpurnar getum gert til þess að halda þér frá þunglyndi.... þú færð að gera öll jólakortin fyrir okkur :o) SNILLDARHUGMYND
Annars hef ég nú ekkert að segja þannig að ég ætla bara að koma mér inn í eldhús og klára að útbúa þennan rosalega rétt sem ég hef ætlað að elda í tæpa viku.
Tjá bella... eða eitthvað svoleiðis
Birt af Nafnlaus kl. 5:50 e.h. |
miðvikudagur, nóvember 03, 2004
BOSTON
Sælar.
Ætla aðeins að minnast á kjörbókina okkar í tilefni mánaðarmóta.
Sigurveig er búin að borga :) Við hin stöndum okkur ekki alveg jafn vel!
Kv. Ólöf
Birt af Ólöf kl. 11:05 f.h. |