miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Hún á afmæli í dag...

Haldiði að litla örverpið sé ekki bara orðið 17 ára. Jújú og við erum að fara að sækja ökuskírteinið í hádeginu. Var svo búin að lofa því að hún fengi að keyra heim...spurning um að skipta um bíl áður en ég skutla henni hehehe. Verð svo með mat í kvöld sem afmælisbarnið fékk að velja sjálft og svo ætla ég að búa til bílaköku ;o)
Jæja ætla að skunda út í búð núna.
Tjá bella