fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Hæ hó

Jæja skvísur. Kominn tími til að ég bloggi smá. Ég verð nú bara að segja að mér finnst soldið snemmt að það sé byrjað að spila jólalög á fullu í útvarpinu. Það er meira að segja farið að spila "jólalegustu" jólalögin sem manni finnst bara að eigi að spila rétt fyrir jólin. Reyndar komst ég í soldið jólaskap þegar snjórinn kom, finnst æði að hafa þennan snjó : ) en það mætti samt geyma jólalögin allavega fram í aðventu. Eigum við svo ekki að fara í föndurleiðangur við tækifæri fyrir föndurklúbbinn? Ég væri til í að mála e-ð trédót, mér finnst það alltaf jafn gaman. Eða bara eitthvað sniðugt. Hver á annars að halda des föndurklúbb?
Annars erum við Fjalar búin að bóka flug og panta hótel í London : ) Hann er að fara á námskeið og ég ætla að skella mér með. Við förum 13. des og komum aftur 19. des. Þ.a það er eins gott að vera búin að öllu jólastússi fyrir þann tíma, nema kanski að kaupa nokkrar jólagjafir. Ég verð nú að hafa eitthvað fyrir stafni á meðan hann er á námskeiðinu ; ) Ég er að vona að Ásta verði ennþá úti á þessum tíma, það væri æði.

Yfir og út.