Ég var að velta því fyrir mér hvort breytingarnar á síðunni hafi komið til vegna fikts hjá mér eða hvort frændi þinn, Sigurveig, breytti henni? Er ekki alveg viss hvort ég klúðraði fiktinu en allaveganna, hvort sem þetta var ég (úbbs) eða einhver annar þá mun ég koma commentinu inn aftur þegar ég kem heim í dag.
Er alveg að verða búin í vinnunni eftir strembna viku. Djöh verður síðan fínt að sofa út á morgun. Langar helst að fara í Smáralindina að versla mér föt en efast um að fjárhagurinn leyfi það.
Minni enn og aftur á kjörbókina. Svo er spurning um að negla niður dagsetningu fyrir föndrið okkar þar sem það líður senn að jólatíð.
Viva la föndur og kjörbók.
kv. ólöf
föstudagur, nóvember 19, 2004
sælar
Birt af Ólöf kl. 1:57 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|