Hellú.
Ohhh, ég var búin að skrifa blogg sem hvarf svo og síðan reyndi ég aftur og þá kom alltaf RISA bil á undan blogginu þ.a ég fór í fýlu í nokkra klukkutíma. En vona að þetta verði í lagi. Hmm... hvað ætlaði ég aftur að segja....? Já, í fyrsta lagi vildi ég segja að mér finnst síðan orðin gasalega fín. Flott að hafa e-ð svona template, þetta er rosa professional eitthvað : ) Svo var það matarklúbbur en við Fjalar erum víst næst í röðinni. Hvernig hentar föstudagurinn 26. nóvember???
Svo talaði ég við Ástu um daginn, hún kemur heim um kvöldið 16. desember sem þýðir að ég get hitt hana í London : ) Jibbý, ég hlakka rosalega til þess. Ég komst í rosa jólaskap um helgina, aðallega vegna þessa að ég föndraði þennan fína aðventukrans og fór bæði í garðheima og blómaval og keypti meira að segja eina jólagjöf. Svo elduðum við Þórey og Inga Lilý hlussu kalkún á lau með öllu tilheyrandi fyrir spatúlur og hitasveppi. Rosa gaman. En eigum við ekki að fara að kaupa e-ð föndur fyrir föndurklúbbinn og ákv. hvenær hann á að vera? Gott að hafa smá fyrirvara þannig að við séum allar lausar.
Kv. Elsa
mánudagur, nóvember 22, 2004
Matarklúbbur : ) - taka 3
Birt af Elsa kl. 3:10 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|