föstudagur, nóvember 12, 2004

Svartur dagur hjá kennurum

Í dag hef ég sannfærst um að lýðræði á Íslandi er fótum troðið. Verkfallsréttur kennara er dauður og kúgunarrétti ríkisins hampað sem aldrei fyrr. Hvert stefnir þetta allt saman?

Ég gæti haldið hér langa tölu um atburði dagsins en læt það vera. Eitt er þó víst, kennarar munu ekki taka þegjandi og hljóðalaust við útkomu dagsins. Engan veginn.

En annars. Hvað á að gera í kvöld? Bíó? Vídeó? Ég er til í allt sem kemur manni í gott skap.
kv. ólöf