fimmtudagur, apríl 01, 2004

1. apríl

Helló girls
hlupuð þið ekkert apríl í dag eða létuð aðra hlaupa?? Ég gerði bæði, Rúnari tókst auðvitað að plata mig :/ En það var að vísu bara saklaust grín þegar ég svaraði í símann í vinnunni. En ég lét bæði systkinin mín hlaupa. Stefán fór út í búð af því ég sagði honum að Hanna (systir) hefði hringt í mig og spurt hvort ég gæti lánað henni pening og beðið Stefán að fara út í búð fyrir sig áður en hún kæmi heim úr skólanum. Hann trúði mér og fór út í búð reyndar eftir svolítið strögl :) Svo plötuðum við í sameiningu systur okkar og sögðum að hún ætti að hitta vinkonu sína þegar hún kæmi heim úr skólanum. Hanna trúði þessu alveg og hringdi reyndar bara í hana en þá kom vinkona hennar alveg af fjöllum. Hí hí það er gaman að fíflast í systkinum sínum.
En annars er allt gott að frétta, það er komin apríl sem þýðir að nú er bara apríl og maí eftir af minni fyrstu meðgöngu sem er búin að vera alveg ótrúlega ljúf. Mér finnst tíminn hafa þotið áfram og það er svo óraunverulegt að það sé að fara að koma að þessu. En ég get samt sem áður ekki beðið. Ég hlakka mjög til á morgun þá klára ég síðasta foreldraviðtalið mitt fyrir orlof og þarf ekki að taka slíkt viðtal fyrr en eftir ár. Ég er þá búin að taka átta viðtöl á tveimur vikum, mjög fegin að það sé búið.
jæja nóg blaður í bili
bæjó Bryndís