mánudagur, apríl 26, 2004

Guten tag!

Rosalega líða þessar helgar hratt alltaf. Eins gott að það er gott í sjónvarpinu í kvöld, það reddar alveg mánudögunum. Ok, helgin hjá mér var alveg rosa fín. Á föstudaginn fór ég í grillveislu til Ingu Lilyar þar sem við grilluðum dýrindis lambakjöt með öllu tilheyrandi, horfðum á Friends og Idol og síðast en ekki síst Ungfrú Reykjavík! Það var haldið veðmál eins og vanalega og 2 bjórar á mann settir í pottinn. Þetta var mjög spennandi en mín ungfrú vann ekki neitt : ( Á laugardaginn fórum við svo á árshátíðina í vinnunni. Hún var á Brodway og heppnaðist alveg frábærlega. Maturinn var æði og skemmilegir veislustjórar (Simmi og Jói). Við Fjalar unnum bæði í happdrættinu, hann vann út að borða fyrir 2 á Argentínu og ég á Hótel Holt : ) Í svörtum fötum spiluðu svo og við dönsuðum til 3. Gærdagurinn fór nú bara í leti og hangs upp í sófa og svo skelltum við okkur á Kill Bill í gærkvöldi. Ég mæli með henni, hún er rosa góð.