og svo föstudagur á morgun. Finnst ykkur ekki alltaf vera föstudagur. Mér finnst að minnsta kosti alltaf vera föstudagur. Eg er búin að vera í starfsnámi í Fellaskóla alla vikuna og það er bara búið að vera voða rólegt. Í dag vorum við að baka, gerðum skinkuhorn og skúffuköku. Borðuðum hornin í hádeginu og fáum okkur svo skúffuköku á morgun á meðan við horfum á einhverja videospólu. Lúxusinn... Reyndar er þetta nú ekki fastur liður en þar sem flest allir í unglingadeildinni eru í skíðaferð þá fá þeir sem ekki fóru í ferðina að dunda sér í skólanum.
Hey Ólöf og Dögg (ef sú síðarnefnda fer einhvern tímann á síðuna) hver haldiði að sé skólastjórinn í Fellaskóla:o)....engin önnur en ungfrú Snobb snobb eða öðru nafni Hólmfríður. Hún mundi meira að segja eftir mér og mínum systrum og hældi bekknum okkur í bak og fyrir. Við vorum svo æðisleg og við skvísurnar erum það náttúrulega ennþá hehe.
Núna er ég stödd heima hjá mömmu og pabba og er að bíða eftir að maturinn verði tilbúinn. Svo er ferðinni heitið niður í Skeifu að SKÚRA JIBBÍ SKIBBÍ...ég ELSKA að skúra... NOT
Fleira er ekki í fréttum í bili
Adios amigos
fimmtudagur, apríl 01, 2004
Fimmtudagur...
Birt af Nafnlaus kl. 6:19 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|