mánudagur, apríl 19, 2004

Helgin búin.... jibbý!

Hljómar frekar öfugsnúið en miðað við að ég var að vinna föstudagskvöld, allan laugardag og allan sunnudag þá er ég mjög ánægð yfir því að helgin sé liðin. Ákvað í gær að taka með mér tölvuna í vinnunna þannig að ég gat lært og spilað Sims sem drap tímann alveg ágætlega.
Núna er hann Krummi litli byrjaður að fara alveg aleinn út og vill helst hanga þar. Ég var mjög stressuð fyrst og hélt alltaf að hann myndi týnast en það hefur hann allaveganna ekki enn gert. Skil núna tilfinninguna þegar að mömmur eru að setja krakkana sína í fyrsta skiptið á leikskóla...... Ég vona bara að það fari ekki einhver læða að tæla strákinn minn og notfæra sér hann. Hann verður sendur í geldingu um mánaðarmótin ha ha.
Nóg um kisutal. Er ekki bara allt gott að frétta af ykkur? Hefur einhver heyrt í Dögg (úbbs, ég er ennþá með kjólana hennar) og er ekki bara London fín, ásta??
Gleðilegt sumar á fimmtudaginn.
kv ólöf