Hæ hæ stelpur og strákar
Þá var ég að koma úr mínum öðrum tíma foreldrafræðslunnar og sáum við myndband í dag af eðlilegum fæðingum. Það er í fyrsta skipti sem ég sé svona alvöru fæðingu og táraðist maður bara þegar barnið kom. En ég leyni því ekki að þetta er samt pínu kvíðvænlegt. En þess virði :) En heyrið þið í mér í þessum hugleiðingum á meðan þið planið djamm, já ég er ekki alveg á því akkúrat núna en ég vona samt að þið skemmtið ykkur alveg ógeðslega vel og skemmtið ykkur fyrir okkur líka, þið drekkið tvöfalt er það ekki????? Ólöf ég átti að skila kveðju til þín frá henni Lísu, hún er með mér á námskeiðinu.
Við erum sem sagt á leiðinni til Egilstaða á morgun og ætlum að hafa það alveg ógeðslega gott svo ég segi bara við ykkur gleðilega páska og skemmtið ykkur vel á morgun við hugsum til ykkar og vildum alveg vilja vera með ykkur en maður getur víst ekki verið allstaðar. Við sjáumst svo bara hress eftir páska.
Kveðja Bryndís og Rúnar og litli bumbubúinn.
þriðjudagur, apríl 06, 2004
Gleðilega páska
Birt af Nafnlaus kl. 9:49 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|