mánudagur, apríl 19, 2004

:o(

Nei Ólöf ég get ekki sagt að það sé allt fínt að frétta hér á þessum bæ. Er búin að vera í hjúkkustarfinu í allan dag. Búin að hringja út um allan bæ og hanga á læknavaktinni í einn og hálfan tíma :o( Heiða Björg þurfti að fá hita í gærkveldi aðra helgina í röð en í þetta skiptið fylgdi meira með. Hún er komin með 40 stiga hita og kom í ljós að hún er einnig með streptakokta og særindi í hálsi og er þar af leiðandi MJÖG aum í hálsinum (hægri hlið hálsins er bólginn og það má ekki snerta af því að það er svo sárt). Held að hún hafi aldrei verið svona veik áður, litla greyið. Hefur ekki orku í að borða og varla að drekka en maður pínir drykkinn nú samt ofan í hana.
Eeeeeeeeeeen af mér er allt fínt að frétta, var að klára eina ritgerð af þremur og stefni á að vera búin að ljúka þeim öllum fyrir lok næstu helgi ;o) (vinnur maður ekki best undir pressu!!!)
Jæja ætli það sé ekki best að hoppa upp í rúm til litla hitapokans míns sem er þó að krókna úr kulda...
Þangað til næst