Jæja nú er ég komin í bann þangað til 15.maí í að blogga vegna þess að þetta er of mikill tímaþjófur og ég þarf víst að halda áfram að skrifa BSc-ritgerðina mína!!! :-( En ég má þó kíkja á netið í 1/2 klst. á dag, þannig að ég skal vera dugleg að setja komment á það sem þið bloggið á þeim tíma, þannig að verið nú duglegar að setja niður fréttir handa mér þannig að ég hverfi nú ekki af yfirborði jarðar alveg eins og hún Dögg heitin.......;-)
Annars er bara allt ágætt að frétta af okkur, við erum bæði að fara yfir um af stressi þessa dagana vegna þess að það er svo mikið eftir að gera í ritgerðunum okkar og vinna úr niðurstöðum, en lokaskil á ritgerðinni er 15.maí.......vörnin er 21.maí (hugsanlega samt aðeins seinna)......en svo er náttúrulega Spánn 27.maí......jibbý!!! Og svo byrja ég ekki að vinna fyrr en 1.júlí, þannig að ég og Rúnar Örn fáum gott sumarfrí saman, en hann Jói þarf að byrja að vinna um leið og við komum til baka frá Spáni.
Jæja má víst ekki hanga lengur í tölvunni í bili, verið nú duglegar að segja mér fréttir......og já Elsa, ertu til í að senda mér bréfið um Barselóna sem að hún Elsa Steinunn sendi þér, fínt að hafa smá hugmynd um það sem hægt er að skoða þar.......
Bæjó spæjó!!!!
sunnudagur, apríl 18, 2004
Hæbb!!!
Birt af Thelma kl. 1:08 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|