sunnudagur, apríl 04, 2004

Sunnudagur!!!

Jæja þá er djamm ársins liðið í bili, en ég, Ólöf og Ásta duttum alveg ærlega í það í gær og skemmtum okkur alveg konunglega.....hefði samt alveg mátt sleppa síðasta bjórnum...hummm ;-) Eins og planað var staupuðum við í tequila og urðum alveg haugdrukknar og í svakastuði og djömmuðum fram á rauða nótt....myndirnar sem hún Ólöf tók í gær sanna það!!! Annars er dagurinn í dag búinn að vera alveg sæmilegur, ákvað bara að liggja uppi í rúmi og sofa til kl.16 vegna þess að þar leið mér best......var frekar þunn og þreytt eftir djamm gærkvöldsins.....en það hefur ekki gerst síðan í MS!!!

Annars kom Guðni og kærastan hans með hana Emmu Guðrúnu litilu í heimsókn í dag og er hún algjört krútt! Hann Rúnar Örn var að koma heima frá pabba sínum þannig að ég er að fara að perla með honum.

Munið bara það er líka djamm næsta miðvikudagskvöld.....tequila og læti, en þá er bara best að sleppa þessum síðasta bjór eins og í gær....hummmm! Hvernig er það Sigurveig, getur þú reddað pössum fyrir hana Heiðu þá??? Látið heyra í ykkur.