miðvikudagur, apríl 07, 2004

Ola senjoritos

Jæja, nú styttist í kvöldið sem við erum allar búnar að bíða eftir Úff, nú er ég gjörsamlega að springa, það var kókosbollu eftirréttur, 5 tegundir af ís og lindt rauðar kúlur eftir matinn áðan. Það væri gott að fá sér kríublund núna. Allavega, þá líst mér mjög vel á að djamma heima hjá Thelmu og Jóa í kvöld. Þá förum við fyrst til Ólafar og Rubens og getum svo komið við heima og náð í margarítudótið á leiðinni til Thelmu og Jóa. Við vorum með einhvern líkjör í þessu síðast þ.a ég ætla að kíkja í ríkið á leiðinni heim og sjá hvort ég finni e-ð sniðugt. Hvenær er annars mæting hjá ykkur Ólöf?

Við sjáumst svo í kvöld í MEGA stuði