Hver hefur áhuga á að koma með mér á fimleikamót um helgina í Bjarkarhúsinu (held að það sé í Hafnarfirði)??? Tvær frænkur Ólafar og Bryndísar eru að keppa og þær eru alveg rosalega góðar....eins og allar hinar sem eru að keppa!!! Ég dró hana Ólöfu með mér þar síðustu helgi og það var mjög gaman. Á laugardeginum er yngri frænkan að keppa, hún Fanney Hauksdóttir en á sunnudeginum er stærra mót og þá eru þær held ég báðar að keppa, Fanney og Harpa Snædís...ásamt besta fimleikafólkinu á landinu... Veit ekki nákvæmlega tímasetningu, en það kemur í ljós á næstunni.
miðvikudagur, mars 31, 2004
Fimleikamót!
Birt af Thelma kl. 10:28 f.h. |
þriðjudagur, mars 30, 2004
Hola senjorita!
MATARKLÚBBSFRÉTTIR
Þá er komið að því... Ólöf og Ruben munu halda matarklúbbinn í fyrsta skiptið alein ... Hann verður haldinn heima hjá okkur, þið vitið hvar, þann 7. apríl og verður spænskt þema í gangi! Ruben mun elda með hjálp minnar ef þess verður þörf og verður eftirfarandi í boði (á tungumáli rubens):
Black beans
Spanish rice
Spanish chicken a la Amerika (hressa frænkan úr brúðkaupinu..)
Guacamole
Tortillas
Nachos
og það væri auðvitað tilvalið að vera með tequila en það er ekki í anda barnanna (Rúnars Arnar, ekki Sigurðar) þannig að kannski við sjáum bara um þann hluta á laugardeginum. Spænskt tónlist mun óma og svo finnst mér að strákarnir eigi allir að mæta í nautabanabúningum.
Semsagt, allt í anda Espania
Mér líst síðan vel á djamm á laugardeginum því þá geta Bryndís og Rúnar mætt. Þau verða nefnilega stödd upp í sveit er matarklúbbur verður settur. Ásta síðan mætt, eiturhress eins og venjulega þannig að um að gera að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni af komu hennar.
Það er því allt að gerast og spennandi.
Adios senjorítur.
Birt af Ólöf kl. 2:27 e.h. |
Hvað er þetta, bara enginn sem nennir að kíkja lengur á síðuna!!! :-(
Annars er bara allt gott að frétta af okkur skötuhjúum, við eigum víst að vera að skrifa BSc ritgerð og svoleiðis, en maður er bara orðinn allt of latur þessa dagana.....er t.d. ekkert búin að lesa í dag og samt var ég farin á fætur kl.8 í morgun og lögð af stað upp í skóla (og klukkan er núna 13:40...isssissssisss).....en einhvernveginn hefur okkur Jóa tekist að eyða dágóðum tíma í morgun í að rúnta út um allt og redda hinu og þessu. Svo var ég að klára að skila inn skattaskýrslunni, fékk frest til 1.apríl.....en ég ákvað bara að eyða aðeins meira af tímanum fyrst að hann er hvort eð er ónýtur!!!
En hvernær verður svo matarklúbburinn??? Er það ekki í næstu viku, 7.apríl??? Annars erum við upptekin næsta föstudagskvöld, en erum alveg til í að koma á djammið á laugardeginum ef þið eruð í stuði......erum auðvitað barnslaus þá!! ;-) Við skulum halda partý fyrir ykkur ef það vantar húsnæði. Hvernig væri bara að skella okkur á tequila fyllerý, þá sofnar sko enginn fyrir kl.22....nema þá kannski út af fyllerísdauða..híhíhí! Síðan gætum við kannski kíkt á nýja barinn sem bróðir hans Jóa var að opna, De Palace.
Sko bara kominn litur á síðuna!!!
Birt af Thelma kl. 1:30 e.h. |
mánudagur, mars 29, 2004
Taka 2
Djö....ég var búin að skrifa svaka langt blogg og svo hvarf það bara
Allavega þá líst mér rosa vel á að breyta útlitinu á síðunni. Fá fleiri liti og þannig. Er Ásta pásta komin heim? Það er spurning hvenær er best að fara að djamma. Miðvikudagur er náttla svaka djammdagur en það er spurning hvort allir verði of saddir þá. Eða hvað finnst ykkur? Thelma, hvað heitir staðurinn sem bróðir Jóa var að opna? Palace, getur það verið? Það er víst e-ð svaka skemmtilegt á Palace á miðvikudaginn, og örugglega fleiri daga í páskafríinu. Var bara að spá hvort þetta væri sami staðurinn. Helgin var rosa notaleg, var heima báða dagana að taka til, þvoði 8 þvottavélar held ég á meðan Fjalsi var að vinna. Horfði á videó á fös og kíkti til Bryndísar og Rúnars á lau. Hvernig var helgin hjá ykkur?
Adios, Elsa Pelsa
Birt af Elsa kl. 11:27 f.h. |
laugardagur, mars 27, 2004
guten Tag.
Mig langar svo að breyta lúkkinu á síðunni okkar. Bæta inn einhverjum litum og svoleiðis. Hún virkar eitthvað svo steríl svona glampandi hvít. Þess vegna ætla ég að reyna að kynna mér eitthvað málin á netinu núna þegar að ég á að vera að læra. Glimrandi fín afsökun til þess að fresta smá lærdómnum...
Líst annars bara obboslega vel á ferðasjóðshugmyndina. Við munum slá í gegn þarna í útlöndunum hvar svo sem þau eru!
Skemmtið ykkur vel um helgina!
Birt af Ólöf kl. 12:15 e.h. |
fimmtudagur, mars 25, 2004
KIMONO!
Hér er mynd af Kimono, hljómsveitinni sem Halldór bróðir er í.....
Hann stendur lengst til vinstri á myndinni....er hann ekki kúl!!! ;-)
Birt af Thelma kl. 10:20 f.h. |
MATARKLÚBBUR OG FERÐASJÓÐUR!!!
Hæbb það er komið svo langt komment á eitt bloggið um matarklúbb þegar Ásta kemur heim yfir páskana og svo ferðasjóð fyrir okkur skvísurnar að ég ákvað bara að búa til nýtt blogg um þessa umræðu þannig að allir geti nú tekið þátt í henni!!!
Þannig er mál með vexti, en Ólöf og Ruben ætla að halda matarklúbb þegar Ásta kemur heim, en hún kemur heim næsta mánudag (29.03.2004) og verður heima fram yfir páskana. Miðvikudagurinn fyrir skírdag var hugmyndin af matarklúbbnum...hvernig líst fólkinu á það? Við erum alveg til í að mæta þá, leikskólinn lokaður daginn eftir og við myndum bara taka hann Rúnar Örn með fyrst að hann þarf ekki að fara að sofa snemma það kvöld. Ég stakk líka upp á því að fara í sumarbústaðinn hjá Ástu og þeim einhverntímann yfir páskana, en á eftir að fá svar frá henni um það....annars getum við bara skellt okkur á djammið páskahelgina ef það er eitthvað opið þá og farið með henni Ástu á karlafar (eins og alltaf að þá erum við einmitt barnlaus þá helgi)!!! ;-)
Svo var líka komin upp sú hugmynd að við skvísurnar myndum stofna ferðasjóð bara fyrir okkur þannig að við getum stungið af einhverja helgina í verslunar og djammferð til útlanda....hvernig líst svo dömunum á þá hugmynd??? Við gætum byrjað að leggja fyrir í sumar þegar allar eru farnar að vinna og sjá fram á að eiga einhvern pening....það þarf ekki að vera mikið á mann á mánuði, kannski 3.000-5.000 kr (eða jafnvel minna)....en endilega látið vita hvað ykkur finnst. Það verður örugglega mjög gaman að fara bara við dömurnar út í helgarferð eða jafnvel sólarlandaferð eftir nokkur ár ef við erum duglegar að safna.... 8-)
Jæja nú eru bara 2 dagar eftir af verknáminu mínu og þá er bara að demba sér í BS-ritgerðina, kynna hana 21.maí og svo er bara að skella sér til Spánar 27.maí og vera þar í 2 vikur, en við ætlum til Salou sem er ekki langt frá Barselona....jibbý, jey!!! Jæja verð að fara að halda áfram að skrifa skýrslur....heyri í ykkur við tækifæri.
Birt af Thelma kl. 9:25 f.h. |
þriðjudagur, mars 23, 2004
Heyrdu Olof eg var ad segja hvenar eg kem naest til islands lestu ekki bloggid eda hvad??? A Manudaginn!!!! ok
Ekkert ad fretta er bara ad fara kaupa fisk i matin a eftir og er ad fara a tonleika i kvold.
Asta
Birt af Ólöf kl. 2:56 e.h. |
mánudagur, mars 22, 2004
Mánudagur (enn og aftur)
Jæja, þetta var bara ágætis helgi. Reyndar leiðinlegt að kveðja Sólveigu systur og strákana hennar áður en þau hurfu aftur til Osló. Fylgist bara með þeim á barnalandi og svo auðvitað msn!!
Hitti Dögg á föstudaginn og fékk lánaðan ógeðslega flottan kjól hjá henni. Reyndar fékk ég nokkra kjóla úr kjólasafninu en þessi einhvern veginn bara smellpassaði á mig. Skellti mér svo til Thelmu sem slétti á mér hárið þannig að mér leið eins og þvílíkri skvísu með stutt slétt hár í kúl kjól og leðurstígvélum á árshátíðinni. Þar var mjög gaman.
Á laugardeginum var svo bíóferð. Verst að ég var bara svo þreytt að ég var meirihlutann af myndinni að berjast við syfju. Ég sofnaði þó aldrei ;)
Fór á fimleikamót í gær með Thelmu og kíkti svo til Bryndísar. Pabbi fór svo með dýnuna sem við fengum lánaða hjá Elsu og Fjalari til þeirra í gær. Það voru því mikil samskipti í gangi. Vantaði bara að hitta Sigurveigu sem ég fékk sms frá áðan, loksins að fara að skipta afmælisgjöfinni hennar Heiðu Bjargar. Vonandi getur hún fengið sér eitthvað fínt í staðinn. Og svo er það auðvitað hún Ásta.... Hvenær kemur þú næst til Íslands????
Heyri bara í ykkur.
tjá tjá
Birt af Ólöf kl. 3:24 e.h. |
Hey girls
Eg kem vist heim i paskafri a manudaginn naesta.....um kvoldid svo vonandi se eg ykkur einhverntiman tha....
Hmmmm Thad er ekkert ad fretta bara ekkert nema djamm um helgina og for a set i dag en konguloin var ekki tekin upp i dag svo vid forum bara snemma.
ja eg heyri bara i ykkur seinna
Asta
Birt af Ólöf kl. 3:23 e.h. |
laugardagur, mars 20, 2004
ætli eg verði svona mamma?:)
Lactating Barbie? What the fuck is wrong with you?
Snap out of it and kill the kid while you still
can!
If You Were A Barbie, Which Messed Up Version Would You Be?
brought to you by Quizilla
Birt af Nafnlaus kl. 11:43 e.h. |
móðureðlið!!!!
Lactating Barbie? What the fuck is wrong with you?
Snap out of it and kill the kid while you still
can!
If You Were A Barbie, Which Messed Up Version Would You Be?
brought to you by Quizilla
Hvaða crazy test er þetta eiginlega.....ég ætla að vera rosalega góð mamma, en nei þá á ég bara að losa mig við barnið sem fyrst og drekka VODKA....issssissssissss!!!
Jæja sjáumst í kvöld í bíó, hverjir ætla annars að mæta???
Birt af Thelma kl. 12:31 e.h. |
föstudagur, mars 19, 2004
úff úff
þetta var nú meiri niðurstaðan í þessu furðulega quizzi sem ég fann:
You're Exotic Dancer Barbie. You have some moves,
and will do anything for a few bucks. Take it
off girl, but keep it PG-13 please.
If You Were A Barbie, Which Messed Up Version Would You Be?
brought to you by Quizilla
Þið verðið að prufa þetta líka..
Birt af Ólöf kl. 2:53 e.h. |
Go´morron
Jæja, er ekki gaman hjá ykkur? Föstudagur og alles! Er að fara að hitta Thelmu í dag sem ætlar að slétta á mér hárið og síðan skoppa ég til Daggar að kíkja á kjólasafnið hennar. Hún fer í tvö próf í dag og fæ ég að skreppa til hennar þegar þau eru búin. Hún á pottþétt eftir að standa sig obboslega vel enda súperlæknir.
Svo þurfum við bara að ákveða á hvaða mynd við ætlum á morgun. Þá verður Elsa útskrifaður kjötsúputæknir og til hamingju með það :)
Jæja, ætla að fara að koma mér í andlegan árshátíðar fíling.
Adios.
Birt af Ólöf kl. 9:28 f.h. |
miðvikudagur, mars 17, 2004
JIBBÝ JEY!!!!
Jæja nú er ég loksins búin í "prófinu" og vona ég bara að það hafi gengið ágætlega.... Ég auðvitað lagði mesta áherslu á að læra hálsinn, en nei þá þurftu þær endilega að spyrja mig mest um öxlina.....en ég held þó að ég hafi getað reddað mér ágætlega úr þeim "vanda", var auðvitað líka búin að læra aðeins um hana. Eftir lokaklínikina fórum ég og önnur stelpa sem var líka í prófi í dag á Reykjalundi á CFC og fengum okkur djúsí kjúklingaborgara og franska og kokteilsósu....nammi, namm!!! Ohh ég er svo södd núna að ég held að ég sé að springa. En annars í kvöld ætla ég EKKI að læra, en greyið Jói er að fara í sitt próf næsta föstudag þannig að hann verður víst að læra næstu kvöld.
Hvað á annars að gera um helgina? Ætlar einhver að fara á djammið, eða er einhver í stuði fyrir spil? Er opin fyrir öllu, erum auðvitað barnslaus þessa helgi og prófið búið, þannig að það er tilvalið að sletta aðeins úr klaufunum eftir þessa stressviku. Verðum allavega í sambandi.
Birt af Thelma kl. 1:21 e.h. |
Ég meinaða....
Ok hvað hef ég nú verið að segja ykkur með mig og eldamennskuna. Annað hvort brennur allt eða það er hrátt...jæja var að henda inn pizzu í ofninn(veit að það er ekkert sérstaklega hollt en hvað um það) en haldiði að það hafi ekki bara kviknað í helv...bökunarpappírnum sem ég hafði pizzuna á!!! Bara allt í ljósum logum en sem betur fer bjargaði ég pizzunni :o) Úff það tekur bara á að hita pizzu og ég sem ætlaði að hafa þetta bara auðveldan hádegisverð. Þá er bara að skófla þessu í sig og demba sér svo í aðferðafræðina svo maður nái nú þessu prófi á laugó. Verst hvað það er gott veður ...
Heyrumst
Birt af Nafnlaus kl. 12:21 e.h. |
þriðjudagur, mars 16, 2004
Guten Tag Fraulein Hasse
Ég ætlaði sko ekkert að blogga í dag en það er bara svo gott veður úti og skemmtilegt lag í tölvunni (da funk) þannig að ég bara varð að láta ykkur vita hvað ég er í góðu skapi núna. Reyndar með hausverk en hvaða máli skiptir það nú.
Annars finnst mér að við verðum að fara hittast, ég bara hreinlega lifi ekki tvær vikur af án þess að sjá andlit ykkar... hmmm, er það kannski óeðlilegt?? Ég mun nú hitta Thelmu á föstudaginn og svo þarf ég að fara að bjalla í hana Dögg til að fá að máta kjóla. Ég hlakka ekki smá til að fara á árshátið á föstudag og DJAMMA. Hvenær eigum við svo að DJAMMA?
Látið nú heyra í ykkur á kommentinu.
Adios skvís.
p.s. Ásta sá Frodo Baggins í dag...
Birt af Ólöf kl. 5:30 e.h. |
mánudagur, mars 15, 2004
Enn ein vinnuvikan hafin
Hæ hæ
þetta var nú bara róleg helgi hjá mér en samt var hún alltof fljót að líða. Á föstudaginn fór ég þó á árshátið hjá Leikskólum Reykjavíkur og var bara mjög fínt þar, góður matur og Örn Árnason var skemmtilegur veislustjóri. Ég hitti mömmu þína Thelma. Svo spilaði hljómsveitin Í svörtum fötum en ég var nú bara farin snemma heim. Helgin fór svo mikið í búðarráp en fyrir alla aðra en mig t.d. með tengdó og svo svilkonu minni henni Erlu, sem á einmitt afmæli í dag. :) Í gær datt okkur svo í hug eins og fleirum að grilla uhhhmmm það var æðislegt og komst maður í pínu sumarfíling, Villi og Katla vinir okkar borðuðu með okkur. Þannig ágætis helgi að baki en núna er ég að hugsa um að fara að fylla út eina af þessum umsóknum sem ég þarf að fylla út í sambandi við fæðingarorlofið, það er nú meira pappírsvesenið. heyrumst Bryndís
Birt af Nafnlaus kl. 8:36 e.h. |
Hæ!
Úff já, þetta var rosaleg djammhelgi hjá mér. Er bara hálf þunn enþá. Ég fór í vinnupartý til Sunnu á föstudaginn en ég ætlaði ekkert að djamma svo mikið þá þar sem ég var að fara í sumarbústað daginn eftir og vissi að það myndi verða svaðalegt djamm. EN það voru blandaðar jarðaberjamargarítur með ferskum jarðaberjum og miklu tequila, ýkt gott. Síðan var farið í limbó sem var mjög gaman, hef ekki farið í limbó síðan ég var 12 ára. Ég sýndi náttla snilldartakta í því og var í 3ja sæti. Svo fórum við í bæinn á stað sem heitir Pravda held ég (frekar en Prada) sem er þar sem Astró var. Ég var ekkert á því að fara heim því ég skemmti mér svo vel á dansgólfinu en Fjalari tókst að draga mig heim um kl. hálf fjögur. Stelpurnar sóttu mig um kl 13 á laugardeginum og við héldum upp í bústað til Svölu og ég var auðvitað ofur fersk. Við keyptum grillmat og fullt af nammi og snakki í borgarnesi. Svala hristi þessar rosalegu veitingar fram úr erminni sem við hámuðum í okkur þangað til við fórum að grilla. Og svo var drukkinn bjór og dansað fram á rauða nótt við gamlar íslenskar lummur m.a. Þetta var rosalegt stuð. Við Laufey og Thelma hittumst annars í gærkvöldi og plönuðum reunion fyrir 4.R. Planið er að hittast í keilu (22. maí) og borða svo pizzu saman og djamma í einhverjum sal, eigum reyndar e. að ákveða hann. Líst þér ekki vel á það Ólöf?
Birt af Elsa kl. 2:24 e.h. |
Hej
Hej aetladi bara ad kikja adeins a ykkur. Hef annars ekkert ad segja eg sat heima alla helgina og laerdi :( boring og er enntha ad laera. En a morgun verdur vonandi eitthvad interesting thvi eg er ad fara i kvikmyndatokuver alveg eeeldsnemma. Heyrdu hvad meinaru ekkert sludur Sigurveig...eg vil sludur!! Well hef engar adrar frettir.
Kvedja Asta =)
Birt af Ólöf kl. 2:03 e.h. |
hej hej
Jæja, ég lét verða af því í morgun... Fór í klippingu og er núna komin með styttuklippingu sem nær rétt niður að miðjum hálsi...!!! Mér líður líkt og ég hafi losnað við 10 kílóa hlass af hausnum. Jæja já. Ummm, ég ætlaði eiginlega að biðja Elsu eða Thelmu um pínulítinn greiða svona í tilefni nýrrar klippingar... Þar sem það er árshátið hjá mér á föstudaginn þá langar mig að vera með pínu flott hár og klippingin krefst þess að ég slétti á mér hárið þannig að mér datt í hug að ég mætti kannski kíkja heim til annarrar hvorrar ykkar og fá smá sléttingu..... Er það í lagi???
Annars er bara lítið að frétta af mér, var að vinna í "æðislegu" vinnunni minni frá átta til sjö í gær. VOna að ég fái einhverja góða sumarvinnu.
Heyrumst.
Birt af Ólöf kl. 11:37 f.h. |
Jibbí mánudagur :o)
NOT.... hvers vegna í ósköpunum eru helgarnar svona fljótar að líða......næ þessu bara ekki. Jæja ég fór í 7 ára afmæli hjá Vigni á laugardaginn og svo í þrítugsafmæli hjá mömmu hans henni Heiðrúnu um kvöldið þannig að maður var útbelgdur allan daginn. Í gær þurfti maður voða lítið að borða þar sem maður var ennþá að melta. Haldiði að mamma og pabbi hafi ekki bara grillað í gærkveldi mmmmm, það var bara grilllykt í loftinu í gærkveldi. Hafa örugglega margir ákveðið að grilla í góða veðrinu.
Í augnablikinu er ég stödd í aðferðafræði tölvutíma og það er BARA gaman. Var mjög snögg með verkefnið mitt og þá er sko stuð ;o) Er að fara í gat núna og er að spá í að lesa aðeins fyrir Fjölskyldur í nútímasamfélagi. Mjög skemmtilegur tími. Svo ætla ég bara að sækja Heiðu Björgu snemma úr leikskólanum og leyfa henni að prófa línuskautana:o) Það verður örugglega stuð. Núna verð ég bara að fara að safna fyrir línuskautum svo við getum verið að skvísast saman í sumar.
Annars hef ég engar kjaftasögur frekar en fyrri daginn svo ég verð bara að láta þetta duga.(sorry Ásta)
Tjá amigos
Birt af Nafnlaus kl. 11:18 f.h. |
sunnudagur, mars 14, 2004
Halló!!!!
Hvað er þetta með ykkur hákara....er bara enginn sem gefur sér tíma til að kíkja lengur á síðuna!!! En annars er ég núna uppi í skóla að læra og reyna að undirbúa mig undir lokaprófið mitt sem er næsta miðvikudag.....ohhh ég er að drepast úr stressi þessa dagana. Hvað eruð þið annars búnar að vera að gera um helgina? Við erum aðallega búin að vera að læra, skelltum honum Rúnari Erni í pössun til mömmu, en í gærkvöldi um 6 leytið fórum við svo öll þrjú í 2ja ára barnaafmæli til vinafólks okkar og þar fengum við fullt af kökum....namminamm!!!
Í gær var nammidagur og þá var sko nammidagur hjá okkur.....alveg gjörsamlega búin að sprengja mig, en þetta var nú svolítill ýktur nammidagur vegna þess að þegar maður er stressaður fyrir eitthvað próf borðar maður alltaf fjórfalt meira af nammi en maður myndi annars gera.....hummmm....og það var gert í gær.... ;-)
Jæja þarf að fara að halda áfram að læra.....heyri í ykkur við tækifæri!
Birt af Thelma kl. 2:06 e.h. |
föstudagur, mars 12, 2004
Velkomin Dögg
Ætlaði bara að bjóða Dögg velkomna...loksins lætur hún sjá sig á þessari síðu. Hún verður nú samt að gera aðeins betur en að skrifa bara í commentið svo næst er það á bloggið sjálft ;o)
GO GIRL...
Birt af Nafnlaus kl. 10:16 e.h. |
miðvikudagur, mars 10, 2004
Í sambandi við boli!!
Það eru því miður ekki til mikið af baseball bolum eins og Elsa og Bryndís vildu, en það eru samt til langerma einlitir bolir og svo stutterma einlitir (bodyfit)....eruð þið ekki alveg til í svoleiðis boli. Ég á t.d. einn grænan stutterma (bodyfit) og ég er alltaf í honum í vinnunni....alveg rosalega þægilegur bolur til að vera í. Er samt til einn baseball rauður/hvítur (S/M) ef einhver hefur áhuga.... ;-)
Látið mig bara vita. Getið annars kíkt á slóðina fyrir bolina undir blogginu "bolir til sölu!!"
Birt af Thelma kl. 7:38 e.h. |
góðan daginn
Ég ætla bara að þakka Sigurveigu fyrir matinn og einnig langar mig að segja að það er gaman að heyra í þér Ásta.
Um helgina mun Sólveig systir koma í heimsókn þannig að ég verð dálítið upptekin eflaust með henni. Í sambandi við það þá ætlaði ég að spyrja þig ELsa hvort það væri í lagi að við myndum koma á morgun og ná í beddann ykkar? Vona að það sé í lagi.
Verð að fara að læra.
Adios.
Birt af Ólöf kl. 5:03 e.h. |
Ola bola
Hey girls!! Eg er fundin...eg er herna, sjadu her!! Thad er buid ad vera brjalad ad gera thannig ad eg hef ekkert getad skrifad frettir inn a sidunna. Eg er buin ad klara kongulonna mina svo thad verdur minna ad gera nuna samt alveg no. Thad var rosa bissi helgin hja mer. Reyndar vara bara rolegt a Fostudaginn, vid vorum svo threyttar eftri dagin, forum bara ut ad borda eg, Danielle og systir hennar a vietnamskan stad mmmmm. Eg og systirinn sem heitir Dara...eda heitir hun kanski Darra ehm anyway...vid tvaer forum ut a djammid sem var bara mjog gaman. Eg matti hins vegar ekki drekka mikid thar sem eg aetladi ad vera model aftur fyrir vinkonu mina dagin eftir....eg gaeti ekki verid aelandi a milli flassa. Um kvoldid a Sunnudeginum for eg a tonleika med The Libertines ogeslega gott band, frabaerir tonleikar. Thad nyjasta i breska rokkinu tjek it at jo. A manudags kvoldid var sidan thridja ars nema syningin thad er alltaf eitthvad leikrit, a thessum tima. Hun var allt i lagi soldid leidinleg og langdregin um tima en allavega betra enn thessi opera sem var i fyrra oj. Eg vona ad okkar thridja ars syning verdi frabaer. Ja svo er bara ad fara a tokustad naesta thridjudag og einhverja fleiri daga til ad fylgjast med kongulonni minni leika....hm ja thad er bara ekkert meira ad fretta ekki svo eg muni eitthvad merkilegt.... for i islendinga party um dagin,var eg buin ad segja ykkur thad? Jaeja thid verdid ad muna ad setja inn a allt thetta sludur sem thid erud ad tala um ekki skilja mig utundan!!
jaeja bid bara ad heilsa ollum bae.
Asta Sigga
Birt af Ólöf kl. 1:51 e.h. |
Ola skvísos.
Hæ hæ og takk fyrir í gær. Þetta var alveg meiriháttar matur Sigurveig : ) Ji hvað það var erfitt að vakna í morgun, algjört vibba veður úti! Mann langaði bara að draga sængina upp fyrir haus og sofa áfram. Síðan bætti ekki úr skák að ég er með SVO miklar harðsperrur að ég komst varla fram úr. Ég veit ekki hvort ég þori á æfingu í kvöld, það er ekki séns að ég geti hlaupið e-ð. Já, nú er spurning um að fara að auglýsa eftir Ástu aftur hmmmm....... Þín er sárt saknað Ásta mín. Reyndar viðurkenni ég það að við hinar mættum alveg vera duglegri að setja einhverjar fréttir hér inn á fyrir þig. Þyrftum að vera duglegri að punkta niður allt slúðrið sem við tölum um þegar við hittumst ; ) Allavega þá erum við aðeins byrjuð að undirbúa brúðkaupið. Erum næstum búin að ákveða matinn, höfum sennilega steikarhlaðborð. Svo fann ég kjól á laugardaginn : ) Ég er rosalega ánægð með hann en ég get því miður ekki lýst honum hér ef Fjalar skyldi lesa þetta einhvern tíman. Við erum líka búin að ákveða að hafa rauðar rósir í brúðarvendinum og skreytingunum í salnum. Svo er næsta mál á dagskrá að finna föt handa Fjalari. Hvað ætla hákar annars að gera um helgina? Þetta verður voða bissý helgi hjá mér. Það er vinnupartý á föstudaginn og sumarbústaðarferð á laugardaginn. Síðan ætlum við Laufey að hittast á sunnudaginn sennilega um kvöldið og plana 4.R reunionið. Þið 4.R stúlkur megið endilega koma ef þið getið. Jæja, nú skora ég á hina hákana að segja Ástu fréttir og auðvitað Ástu að láta heyra í sér :)
Birt af Elsa kl. 8:38 f.h. |
þriðjudagur, mars 09, 2004
Ég er karamella
You're a Caramel!! You are known for your
sweetness. You are comfortable with yourself,
and help others feel the same way about
themselves. You are generally friendly to
everyone, and believe in second chances.
Which kind of candy are you?
brought to you by Quizilla
Loksins svona quiz þar sem allir eru með ólíkar niðurstöður ;)
VIð sjáumst í kvöld hæ hó jibbý jey!
Birt af Ólöf kl. 12:47 e.h. |
GÓÐAN DAGINN SKVÍSUR
Jæja þá er maður risinn úr rekkju. Lá í bælinu í allan gærdag með magakveisu, ælu og niðurgang. Þetta var þvílíkt stuð. Annars ætlaði ég bara að minna á kvöldið og er mæting á bilinu 18-18:30.
Sjáumst ;o)
Birt af Nafnlaus kl. 11:17 f.h. |
Skittles!
Ég er sem sagt skittles! Vei, ég elska skittles. Sömuleiðis takk fyrir samveruna um helgina : ) Þetta var mjög gaman allt saman. Hlakka til að hitta ykkur í kvöld!
You're Skittles!!! You have a very interesting
personality, you're so unique. You're the kind
of person who always thinks outside of the box.
You're also a very accepting individual, and
believe in inner beauty.
Which kind of candy are you?
brought to you by Quizilla
Birt af Elsa kl. 9:56 f.h. |
mánudagur, mars 08, 2004
takk fyrir síðast sömuleiðis !!
Hæ hæ
Mig langaði nú bara rétt að þakka ykkur fyrir síðastliðna helgi, þið sem komuð heim til mín á föstudagskvöldið, smáralindina á laugardaginn og svo á Café París á laugardagskvöldið. Þá sérstaklega ætla ég að óska þér Ólöf til hamingju með að vera Catan drottning þessarar helgar, eftir glæsilegan sigur á föstudaginn. Já þetta var bara mjög fín helgi og svo erum við bara að fara að hittast á morgun líka, það verður gaman að mæta í afmælismatarklúbb :) Ég kem bara reyndar aðeins seint þar sem ég verð á fundi til klukkan sjö, reyni bara að drífa mig eins mikið og ég get, hlakka til að sjá ykkur
bæjó þangað til.
Birt af Nafnlaus kl. 11:26 e.h. |
Hvaða nammi eruð þið ?
You're chocolate. You're the old soul type, people
feel that they have known you their entire
life. Many often open up to you for they view
you as thoughtful and trustworthy. Although
people trust you, you have a hard time trusting
them. You prefer to keep your feelings bottled
up inside, or display them very quietly. It is
alright to open up every once in a while.
Which kind of candy are you?
brought to you by Quizilla
Birt af Nafnlaus kl. 11:22 e.h. |
Jæja, ákvað að það væri kominn tími til að taka öskudagskönnunina út... Baywatch svínkan vann með 3 atkvæði, slutty nurse var í 2. sæti með 2 atkvæði og svo fékk Fjalar eitt atkvæði (grunsamlegt...) og einnig lyfjafræðingur, sveppur og svo tómatur. Það voru 9 sem kusu þannig að einhverjir gestir hafa látið sjá sig og jibbý fyrir því.
Ég auglýsi hér með eftir þeim sem vildu vera slutty nurse... ég er mjög forvitin.
Að lokum: ég eignaðist tvö börn í gær, þau voru eflaust miklu fleiri en býst við að þau hafi verið étin. Núna á ég því 5 seyði á lífi sem vaxa ótrúlega hægt þannig að ef ykkur langar í svona svartan mollýfisk eftir ár þá bara látið þið mig vita!
Kveðja, Ólöf Birna
Birt af Ólöf kl. 1:03 e.h. |
sunnudagur, mars 07, 2004
Takk fyrir í gær!
Jæja girls, takk kærlega fyrir gærkveldið, það var mjög gaman að hittast bara við stelpurnar á kaffihúsi og spjalla um daginn og veginn!!! ....og loksins kom hún Dögg upp á yfirborðið aftur, en við eigum nú samt í mikilli hættu á að missa hana aftur niður í jörðina eftir næsta þriðjudag, þ.e.a.s eftir afmælisveisluna henna Heiðu Bjargar, en svo kemur hún alltaf til baka aftur :-)
Annars ætlaði ég að labba upp í skóla í dag til að fara að læra....en nei ég held nú ekki....hafið þið séð veðrið úti??? Það er bara bandbrjálað veður úti, rigning og rok...og örugglega rosalega kalt....þannig að ég ætla mér bara að vera heima í dag og læra fyrst að við erum nú barnslaus í dag til klukkan rúmlega 18 í kvöld. Hann Jói er nefnilega uppi í skóla að mæla fyrir BS verkefnið sitt, þannig að ég er alein heima og enginn getur truflað mig við lærdóm í dag...nema kannski sjónvarpið....en ég skal reyna að sýna aga og hafa slökkt á því í bili.
Jæja ætla að hætta þessu blaðri um ekkert og byrja á því að fá mér morgunmat og fara svo að læra eitthvað af viti vegna þess að klukkan er orðin 11:35.
Bæjó spæjó!
Birt af Thelma kl. 11:26 f.h. |
föstudagur, mars 05, 2004
Góðan daginn !
Eigum við þá ekki bara að hittast á kaffihúsi á laugardaginn. Þá getum við mætt snemma og náð góðu borði. Kemst þú á laugardaginn Sigurveig? Hmm...hvert viljið þið fara? Ég er allavega til í allt. Annars fór ég að máta brúðarkjóla í gær! Ji, þetta var ýkt gaman. Samt varð ég alveg ringluð í þessu öllu saman, var mjög fegin að hafa Andreu með mér. Ég sá einn sem mér líst soldið vel á og fékk að taka hann frá á meðan ég hugsa mig aðeins um. Svo borgar maður 5000 kall inn á kjólinn til að festa hann. Ég fór til Katrínar og ætla að skoða hjá Dóru á laugardagsmorguninn. Vei, klukkan er að verða níu, þá fæ ég köku : )
Heyrumst
Birt af Elsa kl. 8:39 f.h. |
miðvikudagur, mars 03, 2004
BOLIR TIL SÖLU!!!!
Hæ ég ætla að vera með smá frekju hér og auglýsa bolina sem við erum að selja, en þeir eru nú komnir á útsölu og gott tækifæri á að gera góð kaup til að fá sér flottan bol í ræktina eða bara heima og í skólanum...
Hér kemur slóðin á bolina til að sjá myndirnar af þeim...rosalega flottir bolir.
http:/www.hi.is/nem/fnis/link/bolamyndir.htm
En nú kosta...
...langerma bolir og baseball bolir (kvk og kk) 1800kr (voru áður á 2100),
...bodyfit bolir (kvk og kk) 1500kr (voru áður á 1800)
...T-bolir 900kr (voru áður á 1500)
...barnabolir 900kr (voru áður á 1200)
um að gera að styrkja fátæka námsmenn til að komast í útskriftarferð :-)
Takk, takk!!!
Birt af Thelma kl. 8:17 e.h. |
mánudagur, mars 01, 2004
Hvernig er það, ætlar einhver að mæta á brúðkaupssýninguna í Smáralindinni á laugardaginn?? Elsa, ætlar þú að mæta?? Brúðarkjóllinn minn verður til sýnis og kjóllinn hennar Írisar systur!
Núna er ég dauðþreytt en neyðist til að hanga á netinu til að afla mér einhverrar vitneskju um allskonar veirusjúkdóma. Það voru þarna nokkrir erfiðir nemendur í kennslunni í dag og guð minn góður hvað það getur verið pirrandi. Ég mæti sko tvíefld í næsta tíma hjá þeim og líð sko ekkert endalaust blaður.
heyrumst, adios.
Birt af Ólöf kl. 8:11 e.h. |
Ég talaði við týnda meðlim Háks í gær, fann hana á bakvið bókafjall læknisfræðarinnar! Dögg langar endilega til að hitta okkur og okkur langar auðvitað obboslega til að hitta hana þannig að okkur datt kannski í hug að kjamma okkur saman á kaffihús á föstudaginn. Hvernig líst ykkur á?
Birt af Ólöf kl. 10:20 f.h. |